Bull og vitleysa

Bull og vitleysa
(Lag / texti: Stefán S. Stefánsson / Stefán Jónsson)

Ein stór og digur kerling í stígvéli bjó.
Svo marga hafði hún krakka að meira var en nóg.
Ef þeir vildur ekki hlýða hún tók þeim ærlegt tak.
Hún sló þau beint á bossann og í bæli sín þau rak.

Bull, bull, bull, bull og vitleysa,
bull, bull, bull, bull og vitleysa.
Bull, bull, bull, bull og vitleysa,
bull, bull, bull, bull, bull, bull og vitleysa.

Einn skakkur og skrítinn maður
gekk skakka og skælda braut,
fann skakka og skælda krónu
í skakkri og skældri laut
og skakka og skælda kisu
með skakka og skælda mús.
Svo fór hann heim með fund sinn
í skakkt og skrítið hús.

Bull, bull, bull…

Ég mætti gömlum manni
í morgun í skúraveðri,
karlinn hann var klæddur
í kápu úr brúnu leðri.
Ég sá hann vildi eitthvað segja,
svo ég aðeins beið.
Já, einmitt sagði‘ hann, já einmitt,
já einmitt og fór sína leið.

Bull, bull, bull…

[af plötunni Leikskólalögin – ýmsir]