Saknaðarljóð Gínu mömmu
(Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk)
Hljótt er nú í húsum inni.
Harmur býr í allra sinni.
Hvar er litla Píla Pína?
Sárt er að missa sína.
Burt hún hvarf og
brekkan grætur.
Birtist mér í draumi nætur
veslings litla Píla Pína.
Sárt er að missa sína.
Músaguð við hættum við hlífi
henni sé hún enn á lífi.
Græt ég litla Píla Pína.
Sárt er að missa sína.
Rætist óskar hennar heitar,
hún bað það finni sem hún leitar.
Komdu aftur, Píla Pína.
Sárt er að missa sína.
[af plötunni Pílu Pínu platan – úr leikriti]