Þulan

Þulan
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Kristján frá Djúpalæk)

Í mannanna búri matur er,
já, mjöl og ostur og kjöt og smér.
Og aldrei virðist þá vanta neitt.
Um vetur er hjá þeim bjart og heitt.
Og allt sem þeir vilja, vona og þrá
þeim veitist, þeir allt hið besta fá.
Þó fanga þeir lítt yfir góðum grip
og ganga jafnan með fýlusvip.
Þeir vanþakka all sem er þeim veitt
og ekki sýnist þá gleðja neitt.
Þeir rífast og nöldra við staut og stjá
og stundum fljúgast þeir reiðir á
og berast æstir á banaspjót.
Frá byrjun er þeirra saga ljót.
Þeir fella hvert dýr til fæðu sér,
þeim friðheilagt ekki grasið er.
Þeir brjóta jarðveg og björg í leik
og breyta trjánum í eld og reyk.
Þó skelfast þeir margt og hugur hrýs
við hættum. Þeir óttast jafvel mýs.
Oft spyrjum við hikandi, há og lág:
Var heimurinn skapaður fyrir þá?

[af plötunni Pílu Pínu platan – úr leikriti]