Músin fljúgandi

Músin fljúgandi
(Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk)

Litla mús
langaði til að fljúga,
svífa meðal blómanna
og sjúga
hunang.

Vonin gaf
vængina músaranga.
Flaug hún út um hagana
til fanga
alsæl.

Sveif hún um
syngjandi eins og fluga.
Hafði ekkert ákveðið
í huga
daglangt.

Anginn smár
eðlinu sínu gleymdi.
Tryllti hana mýrarljós
og teymdi
af veg.

Vesæl mús
vængina sína felldi.
Kom til mömmu labbandi
að kveldi
grátin.

[af plötunni Pílu Pínu platan – úr leikriti]