Kattaslagurinn
(Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk)
Einu sinni úti í mó
átti heima lítil mús,
hafði langan hala þó,
heiminn var að skoða fús.
Músin heyrði mjálm og væl.
„Mál er nú að forða sér.“
Kisa mælti: „Komdu sæl,
kæra ég skal fylgja þér.“
„Veröldin er býsna breið,
barnið gott, og æði löng.
Því ég vísa þér á leið,
þó að ég sé nokkuð svöng.“
Nú var músin heldur hrædd,
heilsar þó og segir lágt:
„Þú ert miklum gáfum gædd,
góð við þá sem eiga bágt.“
Lofið kisu líkar vel,
litla músin skildi það:
„Þig ég konun katta tel.
Komdu nú skal lagt af stað.“
Enginn étur eða hvað
aðdáanda sinn í bráð?
„Þú ert gáfuð.“ Kisa kvað.
Klærnar fól af stórri náð.
Glaðar saman gengu þær,
gamanmálum skiptust á.
Kampa sína kisa þvær.
Kotroskin var músin þá.
Heyrðist gelt svo hátt við hvein.
Hræddust ferðalangar tveir.
Fljótir upp á stóran stein
stukku saman báðir þeir.
Kátur þennan kunni leik,
kringum steininn glaður rann.
Gelt og klifur. Kisa smeyk
klærnar sýndi, blés á hann.
Kisa mjálmar. Músin bað:
„Miskunn, Kátur, semjum grið.“
– Þyrla kom í þessu að!
Þeim var bjargað upp á við.
Svifið var til sólar þá,
sú var förin skemmtileg.
Kátur þær ei síðar sá.
Sagan búin. Hér er ég!
[af plötunni Pílu Pínu platan – úr leikriti]