Músaguðirnir

Músaguðirnir
(Lag / texti; Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk)

Músaguðirnir mæltu:
Mikil er lífsins kvöð,
ætluð öllu sem lifir:
Etið og verið glöð.

Munið mýs allar jarðar,
margvís er lífsins kvöð.
Æðst er annað vort boðorð:
Elskið og verið glöð.

Gamlir og ungir glaðir
gangist undir þá kvöð.
Rækið dyggðir og dáðir:
Deyið og verið glöð.

[af plötunni Pílu Pínu platan – úr leikriti]