Síðasti móhítótinn

Síðasti Móhítótinn
(Lag & texti: Bragi Valdimar Skúlason)

Ef þú blandar mér einn Móhító
ég máta á mig skjannahvíta skó,
geng svo með þér glaður niður að sjó
– gríp þá með mér annan Móhító.

Ef þú drekkur með mér Móhító
mun ég gróðursetja hrósaskóg.
Ef þú færð af masi meir en nóg
mæli ég með öðrum Móhító.

Þó ég sötri mikið Móhító
má þér hvorki verða um né ó.
Ég er eins og meinlaust moskító
meðan ég fæ nóg af Móhító.

En ef mig skyldi skorta móhító
skelf ég allur, svitna niðrá þjó.
Ég mun sjálfsagt enga finna fró
fyrr en ég fæ nýjan móhító.

[af plötunni Sigurður Guðmundsson og Memfis mafían ásamt Tómasi R. Einarssyni – Okkar menn í Havana]