Svefngalsagarður

Svefngalsagarður
(Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson)

Það er svo villt að mega vaka fram á nætur
og fá að vera‘ í friði hvernig sem þú lætur.
Það er æðislegt,
alveg ótrúlegt,
já svo ógeðslega kúl.

Við megum garga, slást og góla eins og kettir
og grenja‘ af hlátri þó að það sé komin nótt.
Að hér sé geggjað fjör, þá það eru góðar fréttir,
í Galsagarði er aldrei hljótt.

Það er svo villt…

Það er æðislegt,
alveg ótrúlegt,
já svo yfirmáta kúl.

Það er svo villt…

[af plötunni Vökuland: ævintýri fyrir börn – ýmsir]