Vökulagalag

Vökulagalag
(Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson)

Alveg er bannað að blunda hér,
birtist þá Vökulands lögguher.
Syngur þér vörpulegt vökulag,
vökulagssöngur er okkar fag.

Vaki vaskir menn,
vaka skulum enn.
Vökulöggur verði á
varast blund á brá.

Vasklegir stöndum við hér á vakt,
vasklega þrömmum við trommutakt.
Rístu á fætur og flýttu þér,
færð ekki að liggja í leti hér.

Sofa má engnn þó sybbinn sé,
sofa þú mátt ekki undir tré.
Líðum hér ekki neitt slen né slór,
slyngur þá syngur vor löggukór.

Stuð en ekkert stress,
stanslaust vertu hress.
Ef að svefn þér sækir að
syngdu vökulag.

Krakkar ef sofa um víðan völl
vökulög kyrjum við ofursnjöll.
Rennum oss hratt upp á hæsta tón,
það er sko hrikalegt eyrnatjón.

[af plötunni Vökuland: ævintýri fyrir börn – ýmsir]