Velkomin til Vökulands

Velkomin til Vökulands
(Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson)

Þú komst á fljúgandi ferð
og fannst hér land þar sem enginn þarf að sofa.
Og eins og sjálfur þú sérð
í slíku landi menn vökuna lofa
– við getum vakað í nótt!

Að sofa‘ er sannkölluð þraut
en sælt að vaka og þurfa engum að hlýða.
Og ekkert tuð eða taut
á töfrahraða hér stundirnar líða
– við skulum skemmta okkur vel.

Til Vökulands að vaka þú velkominn sért,
hér er frelsi og fjör (Hér er frelsi og fjör)
Já til Vökulands, Vökulands velkominn ert
í villta og tryllta för.

Hér ríkja ei boð eða bönn.
Sig byrstir enginn þó séum við með læti.
Já hér er sæluvist sönn,
við sífellt förum með hárreisti og kæti.
– við skulum vaka í nótt.

[af plötunni Vökuland: ævintýri fyrir börn – ýmsir]