Mér leiðist sífellt að sofa

Mér leiðist sífellt að sofa
(Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson)

Klukkan átta er mér sagt að hátta,
er mér sagt að fara upp í rúm.
Mamma og pabbi ansa engu kvabbi,
skipa mér að fara upp í rúm.
Þó ég kvarti og kveini hátt með sáru veini,
sama hvað ég reyni,
ég er sendur upp í rúm.

Mér leiðist sífellt að sofa.
Ég vil barasta leika mér fram á nótt,
leika mér fram á nótt.

Alveg kyrr að liggja strax og fer að skyggja,
er mér sífelld kvöl og raun.
Gaman er að sprikla, vöðva sína hnykla,
bara að liggja er kvöl og raun.
Langar ekki að stopp, út á gólfið skoppa,
gaman er að hoppa,
rúmið er mér kvöl og raun.

Mér leiðist sífellt…

Vil á sjónvarp glápa, opna alla skápa,
fram í stofu rápa, pirra mömmu og pápa,
rúmið er mér kvöl og raun.

Mér leiðist sífellt…

[af plötunni Vökuland: ævintýri fyrir börn – ýmsir]