Það vantar spýtur
(Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson)
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög.
Það vantar málningu og fjörug lög.
[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]