Leitin að prófessornum

Leitin að prófessornum
(Lag / texti: Jóhann Jóhannsson og Páll Óskar Hjálmtýsson / Páll Óskar Hjálmtýsson og Óttarr Proppé)

Þegar fór að myrkva ég varð að fara út,
allir störðu’ á kaggann – Þökk sé Alla Rúts.
Ég fann mig rosalega knúinn að fara partí í,
þá hitti ég þær báðar, Súshí og Randí Normandí.

Ég verð að komast þangað þar sem fjörið aldrei dvín.
Hvert ertu’ að fara?
Hvert ertu’ að fara?
Áfram veginn.
Ég verð að finna sælureit þar sem sólin aldrei skín.
Hvert ertu’ að fara?
Hvert ertu’ að fara?
Áfram veginn.

Ég verð að finna partí – verð að koma mér í stuð.
Með öllu þessu gengi verð að höndla partíguð
Það liggur nokkuð öruggt fyrir að gleði verð að fá
því án hennar er fyrir dyrum ein sú allra mesta vá.

Er hitna fer í kolunum þá verður ekkert slor.
Það vantar partí.
Það vantar partí.
Við reddum því.
Það sem að okkur vantar núna er að hitta prófessor.
Hvað heitir gatan?
Hvað heitir gatan?
Komumst að því.

Hvurn fjandann eruð þið að keyra svona ofsalega hratt?
Hvað ætli’ hann vilji?
Hvað ætli’ hann vilji?
Gemmér teinið.
Þú heppinn ert að vera væni sonur háttsetts ráðherra!
Hvað ætli’ hann vilji?
Hvað ætli’ hann vilji?
Bara almennt eftirlit. Akið varlega.

Prófessor, ég metta af dans alveg fimm þúsund manns,
þegar ég segi dans má enginn stansa.
Prófessorinn messar um marglita vessa.
Enginn má missa gleði þessa.

Ég býð ykkur öllum í ánægjuboð
því prófessorinn kemur stuðinu af stað.
Ég býð upp á glit og fjallræðu flyt,
þið verðið að færa ykkur hana í nyt.

Eitt er það sem er á sveimi
og það er algleymi.

Ef löggubíllinn segir skrans
við segjum andskotans.
Tökum lögguna með glans
og kennum henni diskódans.

Partíið: Það honum aldrei tekst að leyna hvursu æðislegur er,
sjá prófessorinn,
sjá prófessorinn.
Halelúja.
Það dansa allir kringum hann og partíflugnager,
sjá prófessorinn,
sjá prófessorinn.
Halelúja.

[af plötunni Páll Óskar – Stuð]