Birtir til

Birtir til
(Lag / texti: Gunnar Þór Eggertsson og Hreimur Örn Heimisson / Hreimur Örn Heimisson)

Þó tíminn standi stundum kyrr
og vart er hægt að dreyma
nema stundarkorn, eitt stundarkorn með þér.

Eitt augnablik er jafnt og ótal stundir,
aldrei þreyttur verð af þinni ímynd af þér.

Viðlag
En nú er bjart í minni tilveru, ég er að leita að þér,
það birtir til, ekkert sem breytir mér í vil.

Eitt annað sorgartár, eitt lítið niður vangann,
ég hugsa um að einhvern tímann ég.

Ég feta ekki langa leið í mínum draumaheimi
því ég stend hjá þér, ég hverf þér aldrei frá.

viðlag

[af plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]