Sama hvar þú ert

Sama hvar þú ert
(Lag / texti: Sigurjón Kjartansson / Páll Óskar Hjálmtýsson)

Komið undir morgun – gatan næstum auð.
Búist er við stormi. Skýin eru rauð.

Þú ert hér með mér.

Sólin skín í heiði – það er komin nótt.
Stend á miðri hraðbraut – samt er allt svo hljótt.
Náttúran er dúndur.

En samt er það nærvera þín sem fær mig
til að taka heiminn.

Þrá sem grípur mig
kemst á æðra stig
bara’ af því að horfa’ á þig – komdu nú.

Að fá hjartað snert,
sama hvar þú ert.
Enginn getur gert  – nema þú.

Komdu núna með mér – borgin bíður þín
í hundrað þúsund litum – eins og draumasýn.

Þeg sólin rís.

Grasflöturinn vöknar – blómin signa sig,
hverfið heldur kjafti – bara fyrir þig.
Náttúran er dúndur.

En samt er það nærvera þín sem fær mig
til að taka heiminn.

Þrá sem grípur mig
kemur á æðra stig
bara’ af því að horfa’ á þig – komdu nú.

Að fá hjartað snert,
sama hvar þú ert.
Enginn getur gert – nema þú.

[af plötunni Páll Óskar – Stuð]