Svavar Gests (1926-96)

Líklega hafa fáir ef nokkur komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti og Svavar Gests en segja má að framlag hans í því samhengi sé ómetanlegt. Hér má nefna hljómplötuútgáfu og dreifingu á þeim, skrif um tónlist, miðlun tónlistar, kynningu og fræðslu í útvarpi, hljómsveitarstjórn og hljóðfæraleik, útsetningar, tónlistarkennslu, umboðsmennsku og sjálfsagt ennþá fleira…

Svala Nielsen – Efni á plötum

Svala Nielsen – Svala Nielsen: fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenzk tónskáld/fourteen songs by fourteen Icelandic composers Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 096 Ár: 1976 1. Minning 2. Lindin 3. Þú eina hjartans yndið mitt 4. Hvert örstutt spor 5. Í dag skein sól 6. Amma raular í rökkrinu 7. Mánaskin 8. Viltu fá minn vin…

Svala Nielsen (1932-2016)

Óperusöngkonan Svala Nielsen var af því sem kallað hefur verið önnur kynslóð óperusöngvara á Íslandi, hún söng óperuhlutverk, söng einsöng á sviði og í útvarpssal bæði ein og ásamt fleirum auk þess sem plata kom út með söng hennar. Hún starfaði þó lítið við söngkennslu eins og svo margir kollegar hennar heldur helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu…

Sveinbjörn Þorsteinsson (1914-2007)

Sveinbjörn Þorsteinsson var fyrir miðja síðustu öld þekktur skemmtikraftur en hann fór þá víða og skemmti með söng og gítarspili ásamt Ólafi Beinteinssyni félaga sínum. Sveinbjörn fæddist að Hurðarbaki í Borgarfirði vorið 1914 og bjó þar framan af ævi. Hann mun hafa lært eitthvað á fiðlu á sínum yngri árum og einnig mun hann hafa…

Sveinsstaðasextettinn (um 1978)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sveinsstaðasextettinn starfaði á Ólafsvík líklega á árunum 1977-78 eða um það leyti. Meðlimir Sveinsstaðasextettsins voru þau Ísólfur Gylfi Pálmason, Sveinn Þór Elinbergsson [trommuleikari?], Sigurður Elinbergsson [bassaleikari?], Sigurður Kr. Höskuldsson [gítarleikari?], Ævar Guðmundsson, Örn Guðmundsson og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir söngkona en einnig mun Magnús Stefánsson hafa komið við sögu sveitarinnar. Óskað…

Sveinn Ólafsson (1913-87)

Nafn Sveins Ólafssonar ætti að vera mun meira áberandi þegar kemur að sögu íslenskrar tónlistar heldur en raun hefur orðið því hann kom að mörgum frumkvöðlaverkefnum þó ekki hafi hann endilega sem einstaklingur verið í fararbroddi hvað þau varðar. Hann var til að mynda fiðluleikari í fyrstu óperettunni sem sett var á svið hérlendis, fyrstu…

Sveinn Ásgeirsson – Efni á plötum

Sveinn Ásgeirsson – Úr útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-138 / 798 Ár: 1980 1. Já eða nei 2. Já eða nei: Rímsnillingarnir A 3. Vogun vinnur, vogun tapar A 4. Já eða nei: Hvert er starfið? 5. Vel mælt A 6. Brúðkaupsferðin 7. Já eða nei: Rímsnillingarnir B 8. Hver talar? 9. Brúðkaupsferðin:…

Sveinn Ásgeirsson (1925-2002)

Sveinn Gunnar Ásgeirsson (1925-2002) var þjóðhagfræðingur og bókmennafræðingur með heimspeki og listasögu sem aukagreinar, og hafði því yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málefnum. Hann starfaði m.a. sem blaðamaður, rithöfundur og þýðandi, stofnaði neytendasamtökin og veitti þeim forstöðu um árabil, en var þó fyrst og fremst þekktur og vinsæll útvarpsmaður en hann annaðist fjölda spurninga- og skemmtiþátta…

Sveindómurinn (1989-91)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveindómurinn (eða Sveindómur) var starfrækt í Kópavogi í kringum 1990, að öllum líkindum 1989-91. Sveitin sem einkum lagði áherslu á ábreiðutónlist var stofnuð af Matthíasi Baldurssyni hljómborðsleikara og söngvara, Finni P. Magnússyni trommuleikara og gítarleikara sem kallaður var Bibbi en þeir voru þá á fermingaraldri. Kristinn Guðmundsson bassaleikari bættist síðan í…

Sveindís (um 1975)

Hljómsveit sem skilgreina mætti sem kvennahljómsveit starfaði innan Tónlistarskólans í Reykjavík og bar nafnið Sveindís. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin starfaði nákvæmlega en það mun þó hafa verið í kringum miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir Sveindísar voru Ragnhildur Gísladóttir söngvari og bassaleikari, Þórunn Björnsdóttir saxófónleikari, Hrafnhildur Guðmundsdóttir píanó- og gítarleikari og svo karlkyns trommuleikari…

Sveitó [1] (1966-69)

Bítlahljómsveitin Sveitó var starfrækt á Blönduósi síðari hluta sjöunda áratugar liðinnar aldar og lék þá nokkuð á dansleikjum í heimasveitinni. Sveitó var stofnuð haustið 1966 og lét að sér kveða fljótlega á Blönduósi, lék þá t.a.m. á dansleikjum tengdum Húnavöku en einnig almennum dansleikjum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Baldur Valgeirsson söngvari, Gunnar Sigurðsson trommuleikari (sem…

Sveitamenn (1997-98)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um pöbbahljómsveit sem starfaði undir lok síðustu aldar undir nafninu Sveitamenn, að minnsta kosti á árunum 1997 til 98 en hún lék á Suðurlandi og suðvesturhorni landsins. Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi og hljóðfæraskipan, auk annars sem þætti við hæfi í umfjöllun um sveitina.

Afmælisbörn 22. febrúar 2023

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og þriggja ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…