Hljóðfærasveit Menntaskólans á Akureyri (um 1930)

Hljómsveit var starfrækt innan Menntaskólans á Akureyri líkast til í kringum 1930, hugsanlega jafnvel litlu síðar. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hún var nokkuð fjölmennt og mun ekki hafa verið eiginleg „skólahljómsveit“ heldur líklega bara hljómsveit skipuð nemendum úr skólanum, hún mun hafa gengið undir nafninu Hljóðfærasveit Menntaskólans á AKureyri. Svo…

Hjónabandið [6] (2000)

Árið 2000 var starfræktur sönghópur (eða söngdúett) innan Kirkjukórs Akureyrarkirkju undir nafninu Hjónabandið en hann kom fram á tónleikum kórsins þá um haustið. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hjónabandið, m.a. hverjir skipuðu það og hversu lengi það starfaði.

Hjólið (1975-78)

Hljómsveitin Hjólið frá Akureyri lék á dansleikjum nyrðra um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin varð svo fræg að koma tveimur lögum inn á safnplötu en hlaut þó enga sérstaka athygli fyrir það. Hjólið var stofnuð haustið 1975 og virðist sem meðlimaskipan hafi allan tímann verið sú sama meðan sveitin starfaði, Matthías Henriksen…

Hittumst í himnaríki (1992)

Upplýsingar um norðlenska rokksveit sem bar nafnið Hittumst í helvíti eru af skornum skammti en þessi sveit var starfandi árið 1992 á Akureyri og innihélt m.a. fóstbræðurna Rögnvald Braga Rögnvaldsson [bassaleikara?] og Kristján Pétur Sigurðsson [söngvara?]. Ekki er vitað um aðra meðlimi og er því óskað eftir þeim sem og um hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Haukur og Kalli (1947-69)

Tvíeykið Haukur og Kalli voru harmonikkuleikarar á Akureyri sem léka víða um norðanvert landið á dansleikjum frá því á fimmta áratugnum og fram á þann sjöunda en þá viku þeir fyrir yngri kynslóðum tónlistarmanna í kjölfar breytts tíðaranda. Haukur Ingimarsson og Karl Steingrímsson hófu að starfa saman árið 1947 undir heitinu Haukur og Kalli en…

Hinir átta (1938-39)

Söngflokkur starfaði á Akureyri seint á fjórða áratug síðustu aldar undir nafninu Hinir átta, að öllum líkindum var um tvöfaldan karlakvartett að ræða eftir nafni hans að dæma þrátt fyrir að í einni heimild sé talað um kvartett. Hinir átta sungu í fáein skipti á opinberum vettvangi, annars vegar á tónleikum Kantötukórs Akureyrar haustið 1938…

Hinir eðalbornu (2004)

Hljómsveitin Hinir eðalbornu frá Akureyri keppti í Músíktilraunum vorið 2004 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Andri Pétursson gítar- og hljómborðsleikari, Hreinn Logi Gunnarsson gítarleikari, Friðjón Guðmundur Snorrason trommuleikari og Árni Magnússon bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um hver var söngvari hennar. Hinir eðalbornu komust ekki í úrslit keppninnar en hljómborðsleikari sveitarinnar Andri Pétursson var kjörinn…

Best fyrir (1995-)

Norðlenska hljómsveitin Best fyrir hefur starfað með hléum síðan 1995 og virðist þrátt fyrir að hafa hætt störfum í nokkur skipti, eiga sér endalaus framhaldslíf. Best fyrir var stofnuð á Akureyri snemma vors 1995 en þá stóð yfir sex vikna kennaraverkfall. Fyrst um sinn gekk sveitin reyndar undir nafninu Getuleysi og síðan Vonleysi áður en…

Hermann Stefánsson [1] (1904-83)

Hermann Stefánsson var mun þekktari sem framámaður í íþróttakennslu og tengdum málum á Akureyri en sem tónlistarmaður, en hann söng oft einsöng á skemmtunum og tónleikum norðan heiða og víðar. Hermann var fæddur á Grenivík snemma árs 1904 en fluttist til Akureyrar og bjó þar alla ævi síðan. Hann fór í íþróttakennaranám til Danmerkur sem…

Hey Joe (1997-99)

Hljómsveitin Hey Joe var nokkuð virk á ballmarkaðnum á síðustu árum 20. aldarinnar en sveitin starfaði á árunum 1997 til 1999 hið minnsta. Hey Joe var frá Akureyri, lék mestmegnis þar og í nágrannasveitunum en fór einnig um austanvert landið í ballspilamennsku og kom stöku sinnum suður til Reykjavíkur til að leika á Gauki á…

Herecy (2003-04)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkast til lék rokk í harðari kantinum, og starfaði á Akureyri á árunum 2003 og 04 undir nafninu Herecy – sveitin gæti hafa starfað lengur en það. Hugsanlega starfaði Herecy innan Menntaskólans á Akureyri, alltént spilaði sveitin á tónleikum innan skólans en einnig víðar um landið s.s. á…

Hljómsveit Birgis Marinóssonar (1961-98)

Hljómsveit Birgis Marinóssonar á Akureyri var í raun þrjár eða fjórar hljómsveitir starfræktar á mismunandi tímum með mismunandi mannskap, sú fyrsta starfaði á sjöunda áratugnum og segja má að hann hafi starfrækt hljómsveit á hverjum áratug fram að aldamótum með góðum hléum þess á milli. Fyrsta hljómsveit Birgis starfaði á árunum 1961 til 64 en…

Hljómsveit Birgis Stefánssonar (1981)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Hljómsveit Birgis Stefánssonar en hún lék þá á 17. júní-skemmtun á Ráðhústorginu á Akureyri. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit nema nafn hennar og er því óskað eftir frekari upplýsingum um Birgi og aðra meðlimi sveitarinnar auk hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.fl.

Hljómsveit Árna Ingimundarsonar (1953)

Upplýsingar eru mjög takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði undir stjórn píanóleikarans Árna Ingimundarsonar (síðar kórstjórnanda) á Akureyri en hún bar nafnið Hljómsveit Árna Ingimundarsonar. Fyrir liggur að þessi sveit lék á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri og einnig á skóladansleikjum Menntaskólans á Akureyri en annað er ekki vitað um hana og er því hér með…

Helena Eyjólfsdóttir (1942-)

Helena Eyjólfsdóttir er ein ástsælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar, sem á að baki langan og farsælan söngferil, og ógrynni laga sem hún hefur sungið hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Hún átti stóran þátt í að skapa þá sérstöku Sjallastemmingu sem varð til á Akureyri á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem hún söng flest kvöld…

Hljómsveit Akureyrar [1] (1914-19)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Hljómsveit Akureyrar og á öðrum áratug tuttugustu aldarinnar voru í rauninni tvær eða þrjár sveitir undir því sama nafni, þeim er hér spyrt saman í eina umfjöllun. Árið 1914 var stofnuð hljómsveit á Akureyri undir þessu nafni og mun hún hafa starfað um tveggja ára skeið – þessi sveit…

Hljómsveit Akureyrar [2] (1929-34)

Hljómsveit Akureyrar var eins konar vísir að stórsveit sem starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið undir stjórn tónskáldsins Karls. O. Runólfssonar. Karl O. Runólfsson kom til Akureyrar árið 1929 og bjó þar og starfaði til 1934 og á þeim tíma stjórnaði hann Hljómsveit Akureyrar, sveitin gæti hins vegar hafa átt sér aðeins lengri sögu…

Hljómsveit Akureyrar [3] (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1951 á Akureyri undir nafninu Hljómsveit Akureyrar, og var líklega starfrækt undir svipuðum formerkjum og aðrar sveitir undir sama nafni í bænum nokkru fyrr. Stjórnandi þessarar hljómsveitar mun hafa verið Jakob Tryggvason en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir frekari uppplýsingum.

Hljómsveit Akureyrar [4] (1998-2000)

Hljómsveit Akureyrar var starfandi í kringum síðustu aldamót og svo virðist sem hún hafi einvörðungu verið starfrækt í kringum jól og áramót, og leikið aðeins á Vínartónleikum á Akureyri ásamt Karlakór Akureyrar-Geysi. Roar Kvam var stjórnandi hljómsveitarinnar sem var á einhverjum tímapunkti fjórtán manna sveit skipuð fjórum fiðlum, flautu, klarinettu, óbó, trompeti, horni, básúnu, sellói,…

Helfró [2] (1982-83)

Hljómsveitin Helfró starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1982 og 83. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en meðal þeirra voru Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið o.fl.), Jósef Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar) og Eggert Benjamínsson trommuleikari (Skriðjöklar o.fl.), og einnig gæti hafa verið gítarleikari að nafni Þorgils [?]…

Helena fagra (1986-89)

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Helena fagra, á árunum 1986 til 1989 nánar tiltekið. Helena fagra lék víða á Akureyri, í Eyjafirðinum og nærsveitum á þessum árum og var um tíma eins konar húshljómsveit á Hótel KEA og lék einnig mikið í Sjallanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir…

Heiða og Maja (um 1955)

Systurnar Heiða og Maja eða Heiða Hrönn (f. 1939) og Anna María Jóhannsdætur (f. 1940) komu nokkuð við sögu norðlensks tónlistarlífs um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þær sungu þá víða á skemmtunum og jafnvel á dansleikjum sem tvíeyki, og voru þá gjarnan auglýstar sem Heiða og Maja. Þær systur eru dætur Jóa Konn.…

Hate [2] (1997)

Hljómsveitin Hate frá Akureyri var skammlíf sveit eða öllu heldur sveit sem um tíma hafði gengið undir nafninu Stonehenge og átti eftir að taka upp nafnið Shiva. Hate nafnið mun einungis hafa verið notað í skamman tíma haustið 1997 og lék hún undir því nafni einu sinni sunnan heiða áður en hún varð að Shiva.…

Harpa [3] (1933-40)

Kvennakór var starfræktur um nokkurra ára skeið á Akureyri á fjórða áratug síðustu aldar og gekk hann undir nafninu Harpa þegar hann loks hlaut nafn. Kórinn hafði verið stofnaður af Áskeli Snorrasyni innan verkakvennafélagsins Einingar á Akureyri árið 1933 og söng hann undir stjórn Áskels á skemmtunum og samkomum félagsins, nokkur ár liðu uns kórinn…

Harmoní (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um danshljómsveit sem var að öllum líkindum starfandi um eða eftir 1990 undir nafninu Harmoní eða jafnvel Harmóný / Harmony. Friðrik G. Bjarnason gítarleikari var einn meðlima sveitarinnar en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um hana, því er óskað eftir þeim s.s. um aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Hann kafnar (1993-94)

Litlar upplýsingar finnast um akureyska hljómsveit sem starfaði veturinn 1993 til 94 (og hugsanlega lengur) undir nafninu Hann kafnar, þetta sérkennilega hljómsveitarnafn átti sér skírskotun í aðra sveit sem þá starfaði á Akureyri og gekk undir nafninu Hún andar. Meðlimir Hann kafnar voru þeir Benedikt Brynleifsson trommuleikari og söngvari, Sigrún [?] söngkona, Pétur Sigurðsson hljómborðsleikari,…

Handabandið [1] (um 1980)

Einhvern tímann á áttunda áratug liðinnar aldar var hljómsveit starfrækt innan Leikfélags Akureyrar undir nafninu Handabandið, og tók að öllum líkindum þátt í einhverri leiksýningu leikfélagsins nyrðra. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þetta leikhúsband, hvenær það starfaði, í tengslum við hvaða leiksýningu, hverjir skipuðu það og hvernig hljóðfæraskipan þess var háttað.

H.H. kvintett (1961-65)

Á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfrækt af ungum mönnum sem flestir voru innan við tvítugt hljómsveit á Akureyri sem bar heitið H.H. kvintett (og reyndar síðar H.H. kvartett) en sveitin var lengi húshljómsveit á Hótel KEA auk þess sem hún lék víða um norðanvert landið á dansleikjum s.s. í Vaglaskógi um verslunarmannahelgar,…

H-inn (um 1990)

Í kringum 1990 var stafrækt hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu H-inn, af því er virðist. Meðlimir þessarar sveitar voru Ásbjörn Blöndal [?], Magnús Guðmundsson [?], Oddur Árnason [?], Ómar Árnason [?] og einn meðlimur til viðbótar sem var söngvari en um nafn hans er ekki vitað. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa…

Sultur [2] (1998)

Akureyska pönkrokksveitin Sultur var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Ása Margrét Birgisdóttir söngkona, Agnar Hólm Daníelsson bassaleikari og söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristjáns B. Heiðarsson trommuleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna.

Söngsextettinn Gammi (1977)

Söngsextettinn Gammi starfaði að öllum líkindum á Akureyri árið 1977 en þá söng sextettinn á 150 ára afmælishátíð Amtbókasafnsins í bænum, svo virðist sem Gammi hafi komið fram í þetta eina skipti. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngsextettinn Gamma.

Söngflokkur Akureyrarbúa (1880-88)

Ekki er mikið vitað um söngfélag eða kór sem líklega var kallað Söngflokkur Akureyrarbúa en sá söngflokkur starfaði á árunum 1880 til 88 undir stjórn Magnúsar Einarssonar organista, líkast til þó ekki samfleytt því Magnús bjó á Húsavík á árunum 1881-86. Einhver annar gæti þó hafa tekið við hans starfi á meðan. Haustið 1888 varð…

Söngfélagið Hekla [4] [félagsskapur] (1934-)

Söngfélagið Hekla er samband norðlenskra karlakóra, stofnað haustið 1934 og starfar líklega enn í dag að nafninu til en SÍK (Samband íslenskra karlakóra) hefur að mestu tekið við hlutverki þess. Söngfélagið Hekla var stofnað í minningu Magnúsar Einarssonar organista og söngstjóra á Akureyri og var einnig stofnaðu minningarsjóður í nafni hans, Magnús hafði einmitt stjórnað…

Söngfélagið Hekla [1] (1900-16)

Söngfélagið Hekla á Akureyri er með merkilegum kórum sem þar hafa starfað, bæði var hann einn af fyrstu kórum bæjarins en auk þess var Hekla fyrstur allra kóra til að fara í söngferðalag til útlanda. Söngfélagið Hekla var karlakór og var að öllum líkindum stofnaður aldamótaárið 1900 af Magnúsi Einarssyni þótt elstu heimildir um hann…

Söngfélagið Tíbrá [1] (1904-06)

Blandaður kór starfaði á Akureyri undir nafninu Söngfélagið Tíbrá um tveggja ára tímaskeið á árunum 1904 til 1906. Þegar Sigurgeir Jónsson frá Stóru Völlum í Þingeyjasýslu flutti til Akureyrar stofnaði hann Tíbrá en hann átti síðar eftir að gegna veigamiklu hlutverki í tónlistarlífi bæjarins sem organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari. Söngfélagið Tíbrá þótti góður kór, hann…

Söngfélag Oddeyrar (um 1874-88)

Söngfélag var starfandi á Oddeyrinni á Akureyri á síðari hluta 19. aldar uns það virðist hafa sameinast Söngflokki Akureyrarbúa (og jafnvel fleiri söngfélögum) haustið 1888 og hlaut þá nafnið Söngfélagið Gígjan eða bara Gígjan.  Magnús Einarsson hafði leiðbeint söngfólki í báðum söngfélögunum en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Söngfélagið á Oddeyri gæti hafa verið…

Söngfélag I.O.G.T. á Akureyri (um 1905-40)

Innan góðtemplarareglunnar á Akureyri starfaði söngfélag um nokkurra áratuga skeið á fyrri hluta síðustu aldar undir forystu og stjórn Sigurgeirs Jónssonar söngkennara og organista, líklega var um að ræða nokkra kóra. Góðtemplarastúkan Brynja hafði verið stofnuð á Akureyri árið 1904 og gekk þá Sigurgeir til liðs við stúkuna en hann var þá nýfluttur til Akureyrar,…

Sýkklarnir (1981-83)

Hljómsveit frá Akureyri sem gekk undir nafninu Sýkklarnir markar tímamót að nokkru leyti í norðlensku tónlistarlífi en hún innihélt tvö síðar þekkta tónlistarmenn sem hófu feril sinn innan hennar. Reyndar er rithátturinn Sýkklarnir misvísandi því nafn sveitarinnar hefur verið ritað með ýmsum öðrum hætti s.s. Sýklarnir, Sýkkklarnir, Zýklarnir, Zýkklarnir og Zýkkklarnir – Sýkklarnir er hér…

Svörtu ekkjurnar (1982-84)

Kvennahljómsveit sem bar nafnið Svörtu ekkjurnar starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, sveitin kom töluvert fram á tónleikum í annars nokkuð líflegu tónlistarlífi fyrir norðan á þessum tíma og þess má geta að þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1983 þá voru sex aðrar sveitir frá Akureyri í…

Svörtu kaggarnir (1990-94)

Hljómsveitin Svörtu kaggarnir var rokkabillýsveit starfrækt á Akureyri og var nokkuð virk á tónleikasviðinu um tíma þann tíma er sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins. Svörtu kaggarnir voru stofnaðir síðsumars 1990 á Akureyri en sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit af þeim Kristjáni Ingimarssyni bassaleikara og söngvara og Konráði Vilhelm Sigursteinssyni gítarleikara en…

Svörtu sauðirnir [1] (1992)

Hljómsveit sem bar heitið Svörtu sauðirnir og mun hafa verið starfandi á Akureyri 1992, kom suður til Reykjavíkur síðsumars það sama ár og lék á Amsterdam, þá mun sveitin hafa verið starfandi um tíma fyrir norðan skv. umfjöllun. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir upplýsingum…

Súersæt [2] (1990)

Hljómsveit starfaði í skamman tíma á Akureyri árið 1990 (frekar en 1991) undir nafninu Súersæt (Suicide). Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Helga Kvam var einn meðlima hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (?)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri gæti hafa verið starfræktur nokkuð samfleytt um ríflega þrjátíu ára skeið en hann gæti einnig hafa starfað slitrótt, jafnvel einn og einn vetur með löngu millibili. Heimildir eru til um stúlknakór við Gagnfræðaskólann á Akureyri veturinn 1946-47 en sá kór söng við skólaslit skólans vorið 1947 undir stjórn söngkennarans Áskels Jónssonar,…

Stúdíó Bimbó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1978-84)

Á Akureyri var rekið um nokkurra ára skeið hljóðver og síðar einnig útgáfufyrirtæki undir nafninu Stúdíó Bimbó, á annan tug hljómplatna kom út á vegum fyrirtækisins og fjölmargar plötur voru þar hljóðritaðar. Akureyringurinn Pálmi Guðmundsson hafði um tíma rekið ferðadiskótek undir nafninu Bimbó og frá árinu 1976 var hann einnig fastráðinn diskótekari í Sjálfstæðishúsinu á…

Straumar [2] (1981-83)

Laust eftir 1980, allavega 1981 til 1983 starfaði tríó á Akureyri undir nafninu Straumar. Strauma skipuðu þeir Ragnar Kristinn Gunnarsson söngvari og trommuleikari, Jakob Jónsson gítarleikari og Ásmundur Magnússon [bassaleikari?] en margt er á huldu varðandi þessa sveit. Straumar hættu líklega störfum þegar hljómsveitin Skriðjöklar var stofnuð sumarið 1983.

Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri [1] (1983-91)

Um nokkurra ára skeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar var starfrækt öflug hljómsveit við Tónlistarkóla Akureyrar undir nafninu Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri, sveitin lék oftsinnis opinberlega og vakti hvarvetna athygli fyrir góðan leik. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1983 og virðist í byrjun hafa verið eins konar tilraunaverkefni fram á vorið. Sú…

Stilltir strengir (1986)

Stilltir strengir var strengjasveit sem lék fyrir matargesti á Hótel Kea á Akureyri sumarið 1986. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. hverjir skipuðu hana og hver hljóðfæraskipan hennar var.

Stórsveit Akureyrar [1] (1996)

Stórsveit Akureyrar mun hafa verið skammlíf sveit sem gerði þó garðinn frægan á Djasshátíð Austurlands sumarið 1996 en virðist ekki hafa spilað aftur opinberlega. Aðstandendur hátíðarinnar gerðu ráð fyrir að sveitin kæmi aftur fram að ári en svo varð líklegast ekki svo tilvera sveitarinnar virðist bundin við árið 1996 eingöngu. Ekki er að finna neinar…

Stormsveitin [5] (2008-10)

Svo virðist sem að hljómsveit hafi verið starfandi innan Tónlistarskólans á Akureyri árið 2008 undir nafninu Stormsveitin en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit. Hljómsveit með þessu nafni lék einnig fyrir dansi á dansleik í Hrísey tveimur árum síðar og er hér giskað á að um sama mannskap sé að ræða. Óskað…

Stonehenge (1995-97)

Hljómsveitin Stonehenge var frá Akureyri og starfaði um tveggja ára skeið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir því nafni áður en því var breytt í Shiva. Sveitin gekk einnig um tíma undir nöfnunum Minefield og Hate en Stonehenge varð alltaf aftur ofan á. Stonehenge var trashmetal-sveit stofnuð haustið 1995 og voru meðlimir hennar í…