Hælsæri (2010-)

Rokksveitin Hælsæri hefur starfað um árabil á Akureyri, með hléum en hefur síðustu árin verið virkari í tónleikasenunni en oft áður. Hælsæri var að öllum líkindum stofnuð á Akureyri árið 2009 eða 2010 en hún var komin á skrið í spilamennskunni sumarið 2010, lék þá m.a. á tónlistarhátíðunum Gærunni á Sauðárkróki og Akureyri rokkar um…

Hún andar (1992-95)

Hljómsveitin Hún andar var töluvert þekkt stærð í neðanjarðarsenunni á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin kom frá Akureyri, lék stöku sinnum sunnan heiða en mest á heimaslóðum fyrir norðan. Hún andar var stofnuð snemma sumars 1992 og var skipuð þremur meðlimum hljómsveitarinnar Lost sem hafði starfað á Akureyri fáeinum árum fyrr, það voru þeir…

Hver dó? [1] (1969-70)

Hljómsveitin Hver dó? var starfrækt á Akureyri, að öllum líkindum veturinn 1969 til 70 og starfaði þá í nokkra mánuði. Sveitin hafði verið stofnuð upp úr Geislum sem þá var hætt störfum og þaðan komu bræðurnir Sigurður gítarleikari og Páll trommuleikari Þorgeirssynir en aðrir liðsmenn sveitarinnar voru þeir Ingólfur Steinsson, Níels Níelsson og Bergur Þórðarson.…

Hver dó? [2] (1994)

Rokktríóið Hver dó? starfaði á Akureyri vorið 1994 og var alls óskyld sveit sem starfaði undir sama nafni í bænum 25 árum fyrr. Nafnið átti sér líklegri tengingu við aðra rokksveit sem starfaði á Akureyri um sama leyti og hét Hún andar. Meðlimir Hver dó? voru nemendur í Síðuskóla en þeir voru Atli Hergeirsson söngvari…

Hugarró (2016-)

Tríóið Hugarró frá Akureyri kom fram á sjónarsviðið á öðrum áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar og virtist ætla að verða dæmigerð hljómsveit til að taka þátt í Músíktilraunum en lognast svo útaf, sveitin hélt hins vegar áfram störfum og hefur sent frá sér plötu. Hugarró mun hafa verið stofnuð annað hvort 2016 eða 17 en…

Húsband Populus Tremula (2002-)

Hljómsveit sem gengið hefur undir nafninu Húsband Populus Tremula, hefur starfað á Akureyri um langt skeið án þess þó að um samfleytt samstarf hafi verið að ræða – og reyndar hafði hún verið til í yfir áratug þegar hún fyrst hlaut nafn sitt. Upphaf sveitarinnar má rekja allt til ársins 2002 þegar nokkrir tónlistarmenn á…

Hunang [1] (1971-72)

Hljómsveit starfaði á Akureyri í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hunang, nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu þessa sveit. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Hunang var stofnuð en árið 1971 var hún skipuð þeim Sævari Benediktssyni bassaleikara, Brynleifi Hallssyni gítarleikara, Gunnari Ringsted gítarleikara og Jóni Sigþóri Sigurðssyni [trommuleikara?], þá um haustið höfðu þær breytingar…

Hugsýki (2006)

Hljómsveit starfaði á Akureyri árið 2006 undir nafninu Hugsýki, hugsanlega starfaði hún þó lengur en það eina ár. Lítið liggur fyrir um þessa sveit, Stefán Örn Viðarsson hljómborðsleikari var meðlimur hennar sem og Guðný Lára Gunnarsdóttir söngkona en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og er óskað eftir þeim hér með. Sveitin lék nokkuð sumarið 2006…

Hrífa (2010)

Ballhljómsveit var starfandi á Akureyri eða Eyjafirðinum haustið 2010 undir nafninu Hrífa og var þá líklega nýlega stofnuð. Fyrir liggur að trommuleikari sveitarinnar var Ingvi Rafn Ingvason en upplýsingar vantar um aðra meðlimi Hrífu og hljóðfæraskipan. Eins vantar upplýsingar um hversu lengi þessi sveit starfaði sem og um annað sem heima ætti í umfjöllun um…

Hrafnaspark [2] (2001-18)

Hrafnaspark var svokallað Django djasstríó en tónlistin er kölluð svo eftir Django Reinhardt sem fyrstur kom fram með þá tegund gítardjass eða sígaunadjass eins og hún er einnig kölluð. Sveitin var stofnuð vorið 2001 á Akureyri upp úr námskeiðum sem hið hollenska Robin Nolan trio hélt þar en þar var áhersla lögð á Django djassinn,…

Hrafnar [2] (1990-91)

Rokksveitin Hrafnar starfaði á Akureyri um eins árs skeið í byrjun níunda áratugarins en um var að ræða tríó ungra tónlistarmanna sem tóku virkan þátt í þeirri grósku sem þá var í gangi í norðlensku rokki. Meðlimir Hrafna voru þeir Hans Wium bassaleikari, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson trommuleikari (Rögnvaldur gáfaði) og Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari.…

Hot and sweet (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði hugsanlega á Akureyri haustið 1997 undir nafninu Hot and sweet en sveitin lék þá þrjú kvöld í miðri viku á veitingahúsinu Ráðhúskaffi á Akureyri, nokkuð öruggt er að ekki er um að ræða dúett / hljómsveit sem starfaði sunnan heiða litlu síðar undir nafninu Hot n‘sweet en…

Hornaflokkur norðursins (1989)

Svo virðist sem lítil lúðrasveit sem hlaut nafnið Hornaflokkur norðursins hafi verið sett saman sérstaklega saman til að leika við opnun Kirkjulistaviku á Akureyri vorið 1989 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hér er því óskað eftir þeim upplýsingum.

Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri (1992-94)

Lítil lúðrasveit var starfandi innan Tónmenntaskólans á Akureyri en ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi hún starfaði þó, hún var stofnuð fljótlega eftir að Tónmenntskólinn á Akureyri var settur á laggirnar í upphafi árs 1992 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1994. Sveitin sem gekk undir nafninu Hornaflokkur Tónmenntaskólans á Akureyri, var allan…

Hornaflokkur Akureyrar [1] (1893-1900)

Magnús Einarsson tónlistarfrömuður á Akureyri stofnaði fyrstu lúðrasveitina sem starfaði þar í bænum en hún gekk undir nafninu Hornaflokkur Akureyrar. Hornaflokkur Akureyrar var stofnaður árið 1893 en mun reyndar ekki hafa tekið til starfa fyrr en sumarið eftir þegar Magnús kom frá vetrardvöl í Kaupmannahöfn þar sem hann lagði stund á tónlistarnám, og hafði þá…

Hljómsveitin Strengur (2007)

Vorið 2007 var hljómsveit skráð til leiks í Músíktilraunir sem þá fóru fram í Loftkastalanum, undir nafninu Hljómsveitin Strengur en hún mun hafa verið frá Akureyri og lék einhvers konar rokktónlist. Meðlimir Hljómsveitarinnar Strengs voru Almar [?] gítarleikari, Sölvi [?] söngvari, Daníel [?] trommuleikari og Arnar [?] bassaleikari. Svo virðist sem sveitin hafi ekki mætt…

Hljómsveit Þórarins Magnússonar (1972-73)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Þórarins Magnússonar en sveitin lék á árshátíð á Hótel KEA á Akureyri í janúar 1973, þ.a.l. hefur sveitin verið stofnuð 1972 eða fyrr. Engin frekari deili er að finna á þessari sveit, Þórarinn Magnússon hafði verið píanóleikari í hljómsveit sem lék á hótelinu ári fyrr og þar léku með…

Hljómsveit Theo Andersen (1947)

Veturinn 1946-47 kom danskur fiðluleikari, Theo Andersen hingað til lands og kenndi á fiðlu við tónlistarskólann á Akureyri. Hann tók virkan þátt í tónlistarlífi bæjarins og setti m.a. á stofn hljómsveit sem var húshljómsveit á Hótel Norðurlandi og gekk undir nafninu Hljómsveit Theo Andersen eða Theo Andersen‘s orkester. Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um sveitina…

Hljómsveit alþýðunnar (um 1975-78)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit eða tónlistarhóp sem starfaði innan alþýðubandalagsins á Akureyri á áttunda áratug síðustu aldar undir heitinu Hljómsveit alþýðunnar. Hópurinn hafði komið fram á árshátíð alþýðubandalagsins fyrir eða um miðjan áttunda áratuginn og verið mjög fjölmennur, flutt tónlistaratriði þar væntanlega með söng og hljóðfæraleik. Til stóð að sveitin kæmi fram aftur…

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar (1978-89)

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar á Akureyri starfaði um árabil á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék við nokkrar vinsældir á Akureyri og nærsveitum en fór einnig víðar um norðan- og austanvert landið með spilamennsku og jafnvel allt suður til Stöðvarfjarðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af Steingrími Stefánssyni en hann var gamalreyndur reynslubolti úr…

Hljómsveit Sigurðar Jóhannessonar (1951-55)

Hljómsveit Sigurðar Jóhannessonar á Akureyri starfaði á fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar, fyrst árið 1951 og svo aftur 1955 – ekkert bendir til að þessi sveit hafi starfað samfleytt á þessum árum. Árið 1951 lék sveit Sigurðar að minnsta kosti tvívegis á dansleikjum í Hrafnagili í Eyjafirði, en hún var töluvert virkari fjórum árum…

Hljómsveit Sigurðar Sigurðssonar (1985)

Harmonikkuleikarinn Sigurður Sigurðsson (Diddi á Landamóti) starfrækti hljómsveit árið 1985 sem lék á landsmóti alþýðubandalagsins á Akureyri, undir nafninu Hljómsveit Sigurðar Sigurðssonar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því óskað eftir þeim.

Hljómsveit Sigurðar V. Jónssonar (1956)

Harmonikku- og trommuleikarinn Sigurður Valgarður Jónsson (Siggi Valli) starfrækti hljómsveit á Akureyri sumarið 1956 en þá lék sveit hans, Hljómsveit Sigurðar V. Jónssonar fyrir dansi á útidansleik á Ráðhústorginu. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um þessa hljómsveit, um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum. Sigurður…

Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Hljómsveit Reynis Schiöth (1964)

Reynir Schiöth starfrækti hljómsveit á Akureyri í eigin nafni sumarið 1964 en sveitin lék þá á dansleik, einum eða fleiri í Vaglaskógi. Engar upplýsingar er að hafa um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en Reynir sjálfur er píanó- og harmonikkuleikari – frekari upplýsingar óskast um þessa sveit

Hljómsveit Páls Helgasonar (1966-67)

Hljómsveit Páls Helgasonar starfaði veturinn 1966-67 á Akureyri en hún mun hafa verið húshljómsveit þá á Hótel KEA. Ekki liggja fyrir neinar frekari upplýsingar um sveitina aðrar en þær að Helena Eyjólfsdóttir söng með henni, og að öllum líkindum var Páll sjálfur bassaleikari. Þegar Helena hætti til að taka við starfi Erlu Stefánsdóttur í Hljómsveit…

Hljómsveit Óskars Ósberg (1946-50)

Hljómsveit Óskars Ósberg (einnig nefnd Danshljómsveit Óskars Ósberg) var þekkt í skemmtanalífinu á Akureyri um miðja síðustu öld en þessi sveit virðist hafa starfað á árunum 1946 til 1950 að minnsta kosti, lék þá víða í samkomuhúsum Akureyrar og var líklega um tíma húshljómsveit á Hótel KEA – sveitin fór einnig til að leika á…

Hljómsveit Óðins Valdimarssonar (1961-62)

Söngvarinn Óðinn Valdimarsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra mánaða skeið yfir veturinn 1961 til 62 en sveitin mun líkast til eingöngu hafa leikið á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri, fjórum sinnum í viku hverri. Meðlimir Hljómsveitar Óðins Valdimarssonar voru auk hans sjálfs þeir Grétar Ingvarsson gítarleikari, Reynir Schiöth píanóleikari, Kristján Páll Kristjánsson bassa-…

Hljómsveitakeppnin Besti byrjandinn [tónlistarviðburður] (2009)

Tónlistarhátíðin AIM (Akureyri International Music) festival hafði verið haldin á Akureyri síðan 2006 og var sumarið 2009 haldin þar í fjórða sinn. Í tengslum við hátíðina það árið var haldin hljómsveitakeppni undir nafninu Besti byrjandinn í aðdraganda hennar þar sem fimm hljómsveitir öttu kappi. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Buxnaskjónar en sú sveit hafði verið stofnuð…

Hljómsveitakeppni Frostrásarinnar og Flugfélags Íslands [tónlistarviðburður] (1999)

Útvarpsstöðin Frostrásin á Akureyri í samstarfi við Flugfélag Íslands héldu utan um hljómsveitakeppni sem haldin var á Ráðhústorginu á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1999 en fyrstu verðlaun voru í formi flugmiða til Reykjavíkur með flugfélaginu fyrir sigurhljómsveitina. Engar sögur fara af því hvaða hljómsveit hreppti hnossið né heldur hversu margar eða hvaða sveitir kepptu,…

Hljómsveitakeppni Kompanísins [tónlistarviðburður] (1999-2001)

Hljómsveitakeppnir voru haldnar í tvígang að minnsta kosti í félagsmiðstöðinni Kompaníinu á Akureyri í kringum aldamótin, sú félagsmiðstöð hafði þá verið starfandi áður um árabil undir nafninu Dynheimar en hafði hlotið sitt nýja nafn árið 1998. Fyrri Hljómsveitakeppni Kompanísins var haldið vorið 1999 en þá voru að minnsta kosti sjö hljómsveitir skráðar til leiks, engar…

Hljómsveitakeppni RÚVAK og Menor [tónlistarviðburður] (1987)

Vorið 1987 stóðu Ríkisútvarpið á Akureyri (RÚVAK) og Menningarsamtök Norðurlands (Menor) fyrir hljómsveitakeppni en keppnin fór fram í svæðisútvarpinu á Akureyri, liðsmenn hljómsveitanna máttu ekki vera eldri en 25 ára og sendi hver sveit inn eitt lag í keppnina. Keppnissveitirnar voru fjórar talsins og voru lög þeirra flutt í útvarpinu auk þess sem viðtölum við…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [1] (1947-49 / 1961 / 1964)

Jón Sigurðsson trompetleikari eins og hann var yfirleitt nefndur (til aðgreiningar frá Jóni Sigurðssyni í bankanum og Jóni Sigurðssyni bassaleikara) var frá Akureyri og þar starfaði hann með og starfrækti hljómsveitir á yngri árum. Hann var tvítugur þegar hann stofnaði hljómsveit í eigin nafni sem lék mestmegnis á Hótel Norðurlandi en einnig á skemmtunum og…

Hljómsveit Jóhannesar Ásbjörnssonar (1979)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóhannesar Ásbjörnssonar sem ku hafa gert út frá Akureyri árið 1979. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit en Jóhannes Ásbjörnsson mun vera harmonikkuleikari sem gæti þó hafa leikið á hljómborð í þessari hljómsveit sinni. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan…

Hljómsveit Hótel Norðurlands (1946-47)

Fjölmargar hljómsveitir gegndu hlutverki svokallaðra húshljómsveita á Hótel Norðurlandi á Akureyri á fimmta áratug síðustu aldar en þær voru flestar í nafni hljómsveitastjóra sinna s.s. Karls Jónatanssonar, Sveins Ólafssonar, Jóhannesar Þorsteinssonar, Theo Andersen og Karls Adolfssonar. Heimildir herma hins vegar að húshljómsveit hafi starfað þar í upphafi árs 1947 undir nafninu Hljómsveit Hótel Norðurlands, allar…

Hljómsveit I. Eydal (1993-99)

Hljómsveit I. Eydal var í raun sama hljómsveit og Hljómsveit Ingimars Eydal sem hafði starfað um áratuga skeið á Akureyri en þegar Ingimar lést snemma árs 1993 var afráðið að sveitin starfaði áfram undir þessu nafni – þá var dóttir Ingimars, Inga Dagný Eydal söngkona hljómsveitarinnar þannig að I-ið í nafni sveitarinnar gat staðið fyrir…

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (2001)

Hljómsveit Hlyns Guðmundssonar (einnig kölluð HG bandið) starfaði árið 2001, hugsanlega á Akureyri en það haust lék sveitin á Oddvitanum á Akureyri. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, að öllum líkindum er hér um að ræða Hlyn Guðmundsson gítarleikara og söngvara (Namm, Bandamenn o.fl.) en upplýsingar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan vantar sem og…

Hljómsveit Hauks og Kalla (1956-63)

Hljómsveit Hauks og Kalla var eins konar svar þeirra við breyttum tíðaranda í kringum 1960, þeir félagar og Akureyringar Haukur Ingimarsson og Karl Steingrímsson harmonikkuleikarar höfðu þá um langt árabil leikið tveir saman á dansleikjum um allt norðanvert landið undir nafninu Haukur og Kalli en svo bar við um þær mundir að hljómsveitir voru orðnar…

Hljóðfærasveit Menntaskólans á Akureyri (um 1930)

Hljómsveit var starfrækt innan Menntaskólans á Akureyri líkast til í kringum 1930, hugsanlega jafnvel litlu síðar. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hún var nokkuð fjölmennt og mun ekki hafa verið eiginleg „skólahljómsveit“ heldur líklega bara hljómsveit skipuð nemendum úr skólanum, hún mun hafa gengið undir nafninu Hljóðfærasveit Menntaskólans á AKureyri. Svo…

Hjónabandið [6] (2000)

Árið 2000 var starfræktur sönghópur (eða söngdúett) innan Kirkjukórs Akureyrarkirkju undir nafninu Hjónabandið en hann kom fram á tónleikum kórsins þá um haustið. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hjónabandið, m.a. hverjir skipuðu það og hversu lengi það starfaði.

Hjólið (1975-78)

Hljómsveitin Hjólið frá Akureyri lék á dansleikjum nyrðra um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin varð svo fræg að koma tveimur lögum inn á safnplötu en hlaut þó enga sérstaka athygli fyrir það. Hjólið var stofnuð haustið 1975 og virðist sem meðlimaskipan hafi allan tímann verið sú sama meðan sveitin starfaði, Matthías Henriksen…

Hittumst í himnaríki (1992)

Upplýsingar um norðlenska rokksveit sem bar nafnið Hittumst í helvíti eru af skornum skammti en þessi sveit var starfandi árið 1992 á Akureyri og innihélt m.a. fóstbræðurna Rögnvald Braga Rögnvaldsson [bassaleikara?] og Kristján Pétur Sigurðsson [söngvara?]. Ekki er vitað um aðra meðlimi og er því óskað eftir þeim sem og um hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Haukur og Kalli (1947-69)

Tvíeykið Haukur og Kalli voru harmonikkuleikarar á Akureyri sem léka víða um norðanvert landið á dansleikjum frá því á fimmta áratugnum og fram á þann sjöunda en þá viku þeir fyrir yngri kynslóðum tónlistarmanna í kjölfar breytts tíðaranda. Haukur Ingimarsson og Karl Steingrímsson hófu að starfa saman árið 1947 undir heitinu Haukur og Kalli en…

Hinir átta (1938-39)

Söngflokkur starfaði á Akureyri seint á fjórða áratug síðustu aldar undir nafninu Hinir átta, að öllum líkindum var um tvöfaldan karlakvartett að ræða eftir nafni hans að dæma þrátt fyrir að í einni heimild sé talað um kvartett. Hinir átta sungu í fáein skipti á opinberum vettvangi, annars vegar á tónleikum Kantötukórs Akureyrar haustið 1938…

Hinir eðalbornu (2004)

Hljómsveitin Hinir eðalbornu frá Akureyri keppti í Músíktilraunum vorið 2004 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Andri Pétursson gítar- og hljómborðsleikari, Hreinn Logi Gunnarsson gítarleikari, Friðjón Guðmundur Snorrason trommuleikari og Árni Magnússon bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um hver var söngvari hennar. Hinir eðalbornu komust ekki í úrslit keppninnar en hljómborðsleikari sveitarinnar Andri Pétursson var kjörinn…

Best fyrir (1995-)

Norðlenska hljómsveitin Best fyrir hefur starfað með hléum síðan 1995 og virðist þrátt fyrir að hafa hætt störfum í nokkur skipti, eiga sér endalaus framhaldslíf. Best fyrir var stofnuð á Akureyri snemma vors 1995 en þá stóð yfir sex vikna kennaraverkfall. Fyrst um sinn gekk sveitin reyndar undir nafninu Getuleysi og síðan Vonleysi áður en…

Hermann Stefánsson [1] (1904-83)

Hermann Stefánsson var mun þekktari sem framámaður í íþróttakennslu og tengdum málum á Akureyri en sem tónlistarmaður, en hann söng oft einsöng á skemmtunum og tónleikum norðan heiða og víðar. Hermann var fæddur á Grenivík snemma árs 1904 en fluttist til Akureyrar og bjó þar alla ævi síðan. Hann fór í íþróttakennaranám til Danmerkur sem…

Hey Joe (1997-99)

Hljómsveitin Hey Joe var nokkuð virk á ballmarkaðnum á síðustu árum 20. aldarinnar en sveitin starfaði á árunum 1997 til 1999 hið minnsta. Hey Joe var frá Akureyri, lék mestmegnis þar og í nágrannasveitunum en fór einnig um austanvert landið í ballspilamennsku og kom stöku sinnum suður til Reykjavíkur til að leika á Gauki á…

Herecy (2003-04)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkast til lék rokk í harðari kantinum, og starfaði á Akureyri á árunum 2003 og 04 undir nafninu Herecy – sveitin gæti hafa starfað lengur en það. Hugsanlega starfaði Herecy innan Menntaskólans á Akureyri, alltént spilaði sveitin á tónleikum innan skólans en einnig víðar um landið s.s. á…

Hljómsveit Birgis Marinóssonar (1961-98)

Hljómsveit Birgis Marinóssonar á Akureyri var í raun þrjár eða fjórar hljómsveitir starfræktar á mismunandi tímum með mismunandi mannskap, sú fyrsta starfaði á sjöunda áratugnum og segja má að hann hafi starfrækt hljómsveit á hverjum áratug fram að aldamótum með góðum hléum þess á milli. Fyrsta hljómsveit Birgis starfaði á árunum 1961 til 64 en…