Afmælisbörn 17. maí 2025

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [2] (1966-91)

Djasspíanistinn Guðmundur Ingólfsson starfrækti margar hljómsveitir um ævi sína, hann er þekktastur fyrir það sem hefur verið kallað Tríó Guðmundar Ingólfssonar (sjá sér umfjöllun á Glatkistunni) en það eru djasssveitir hans sem störfuðu allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn og þar til hann lést 1991. Hér er hins vegar reynt að varpa einhverju ljósi…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Árna Elfar (1958-64 / 1981-85)

Píanistinn og myndlistarmaðurinn Árni Elfar starfrækti nokkrar hljómsveitir á starfsævi sinni, hann hafði t.a.m. verið með tríó sem starfaði á árunum 1952-53 en árið 1958 stofnaði hann danshljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á skemmtistöðum Reykjavíkur undir nafninu Hljómsveit Árna Elfar og var þá á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tildrög þess að Hljómsveit Árna…

Afmælisbörn 17. maí 2024

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Hljómsveit Einars Loga (1959-66)

Um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit að nafni Hljómsveit Einars Loga en sú sveit lék víða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og var reyndar á tímabili fastagestur í hinum ýmsu klúbbum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu heimildir um hljómsveit Einars Loga eru frá því í mars árið 1959 en það er áður…

Afmælisbörn 17. maí 2023

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Sveiflusextettinn (1990-92)

Sveiflusextettinn svokallaði mun hafa verið settur á laggirnar til að leika á norrænni djasshátíð Ríkisútvarpsins, RÚREK vorið 1990 en sveitin kom þar fram í fyrsta sinn. Meðlimir Sveiflukvartettsins voru þeir Hrafn Pálsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari, Guðmundur Steinsson trommuleikari, Bragi Einarsson klarinettu- og saxófónleikari, Guðjón Einarsson básúnuleikari og Kristján Kjartansson trompetleikari. Sveitinni þótti takast það…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Afmælisbörn 17. maí 2022

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Skólahljómsveitir Miðbæjarskólans (1947-63)

Elstu heimildir um skólahljómsveit við Miðbæjarskólann eru frá því í kringum 1947 eða 48 en í gagnfræðadeild skólans starfræktu þá Hrafn Pálsson, Ólafur Stephensen og Stefán Stefánsson hljómsveit sem gekk reyndar undir nafninu S.O.S. tríóið og fjallað er um annars staðar á síðunni. Viðar Alfreðsson gæti einnig hafa leikið með þeim í nafni hljómsveitar skólans.…

S.O.S. tríóið (1948-53)

Í kringum 1950 kom fram á sjónarsviðið tríó tónlistarmanna á barnsaldri undir nafninu S.O.S. tríóið, og vakti töluverða athygli. Líklega var tríóið stofnað árið 1948 en meðlimir þess voru þeir (Sigurður) Hrafn Pálsson gítarleikari, Ólafur Stephensen harmonikkuleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari en þeir voru þá um tólf ára gamlir nemar í Miðbæjarskólanum, nafn sveitarinnar var…

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1959-66)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram árið 1959 og var þá skipuð hljómsveitarstjóranum Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara, Reyni Jónassyni saxófónleikara, Guðjóni Pálssyni píanóleikara, Hrafni Pálssyni bassaleikara og Guðmundur Steingrímssyni trommuleikara. Haustið 1962 var sveitin ráðin…

Afmælisbörn 17. maí 2020

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari á stórafmæli dagsins en hann er sjötugur í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar.…

Afmælisbörn 17. maí 2019

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sextíu og níu ára gamall. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón Ómar Erlingsson…

Afmælisbörn 17. maí 2018

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sextíu og átta ára gamall. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón Ómar Erlingsson…

Hljómsveit Magnúsar Péturssonar (1953-73)

Píanóleikarinn Magnús Pétursson frá Akureyri starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævi sína en sumar þeirra virðast hafa verið settar saman einvörðungu fyrir plötuupptökur, aðrar léku á skemmtistöðum höfuðborgararinnar. Fyrsta sveitin sem starfaði í nafni Magnúsar var í Keflavík árið 1953 en því miður eru heimildir um þessa sveit af skornum skammti. Sveitin lék mestmegnis í Bíókaffi…

Tríó Hrafns Pálssonar (1956 / 1960-61)

Hrafn Pálsson var að minnsta kosti tvívegis með tríó á sínum snærum, annars vegar um miðjan sjötta áratug síðustu aldar (1956) á Akureyri en það skipuðu auk hans Árni Scheving harmonikkuleikari og Sigurður Jóhannsson [?], sjálfur lék Hrafn á píanó. Hrafn starfrækti einnig tríó á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1960-61 og þá voru þeir Magnús Pétursson píanóleikari…

Afmælisbörn 17. maí 2017

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sextíu og sjö ára gamall. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón Ómar Erlingsson…

Neo (1956-65)

Hljómsveitin Neo (einnig stundum ritað Neó) starfaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, bæði hér heima og  erlendis Sveitin var ýmist tríó, kvartett eða jafnvel kvintett en hér verður hún einungis nefnd Neo til einföldunar. Neo var líklega stofnuð 1956 (reyndar segir ein heimild sveitina hafa verið stofnaða 1945 en það er harla ósennilegt),…

Afmælisbörn 17. maí 2016

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hrafn Pálsson píanó- og bassaleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag, hann lék með ýmsum þekktum hljómsveitum á árum áður, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, SOS tríóinu og Hljómsveit Svavars Gests svo fáeinar séu hér upp taldar. Hrafn var einnig virkur…

Rómeó kvartettinn (1958-59)

Litlar sögur fara af Rómeó kvartettnum en hann ku hafa verið starfræktur allavega 1958 og 59. Meðlimir kvartettsins voru Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Hrafn Pálsson bassaleikari, Reynir Jónasson saxófónleikari og Jón Páll Bjarnason gítarleikari. Nánari upplýsingar um Rómeó kvartettinn eru að sjálfsögðu vel þegnar.

Afmælisbörn 17. maí 2015

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hrafn Pálsson píanó- og bassaleikari er sjötíu og níu ára gamall en hann lék með ýmsum þekktum hljómsveitum á árum áður, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, SOS tríóinu og Hljómsveit Svavars Gests svo fáeinar séu hér upp taldar. Hrafn var einnig virkur í…

Hljómsveit Hrafns Pálssonar (1967)

Hljómsveit Hrafns Pálssonar var ekki langlíf en hún starfaði líkast til sumarið 1967 á Röðli. Sveitina skipuðu auk Hrafns, Örn Ármannsson, Jón Möller og Haukur Sighvatsson en Vala Bára Guðmundsdóttir var söngkona sveitarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir á hvaða hljóðfæri hver og einn lék í hljómsveitinni. Hrafn mætti aftur með hljómsveit undir eigin nafni 1984 en…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…

Hrafn Pálsson (1936-2016)

Hrafn Pálsson var áberandi í tónlistar- og skemmtanalífi Íslendinga á árunum milli 1960 og 1980 en eftir að hann sneri baki við tónlistinni tók hann að mennta sig í félagsráðgjöf og starfaði síðan við heilbrigðisráðuneytið, m.a. við deildarstjórnun. (Sigurður) Hrafn Pálsson (f. 1936) var sonur Páls Kr. Pálssonar orgelleikara og fékk því tónlistina beint í æð en…

Leiktríóið [1] (1960)

Leiktríóið  var stofnað til þess einungis að leika í Þjóðleikhúskjallaranum og starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1960. Tríóið var stofnað í byrjun árs og hafði að geyma Ólaf Gauk Þórhallsson gítarleikara, Hrafn Pálsson píanóleikara og Kristinn Vilhelmsson bassaleikara en sá síðast nefndi var titlaður hljómsveitarstjóri. Hann hafði þá áður stýrt Neo-tríóinu. Svanhildur Jakobsdóttir söngkona (þá…