
Toggi
Í dag eru afmælisbörnin tvö:
Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er 35 ára, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér.
Ragnar Sólberg (Rafnsson) er 28 ára gamall, hann hefur sungið og leikið á hin ýmsustu hljóðfæri í mörgum hljómsveitum en hann var aðeins ellefu ára gamall þegar hann gaf út sína fyrstu sólóplötu (af þremur).