Afmælisbörn 3. desember 2014

Afmælisbarn dagsins: Pétur Östlund trommuleikari er 71 árs, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik og er mjög virtur sem slíkur. Pétur á að baki eina sólóplötu.

Afmælisbörn 2. desember 2014

Í dag eru afmælisbörnin tvö: Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er 35 ára, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér. Ragnar Sólberg (Rafnsson) er 28 ára gamall, hann hefur sungið og leikið á hin ýmsustu hljóðfæri í mörgum hljómsveitum en hann var aðeins…

Jólablús á Rúbín

Vinir Dóra eiga 25 ára afmæli í ár og ætla að enda afmælisárið með Jólablús á Rúbín við Flugvallarveg þann 18. des. nk. kl 21.00. Húsið opnar kl. 19.00. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn…

Afmælisbörn 1. desember 2014

Afmælisbörnin í dag eru þessi: (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er 36 ára, hann hefur einnig sungið með sveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna frægð þegar hann tók þátt í Rock star supernova keppninni. Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari…