Litlar heimildir er að finna um Karlakór Borgarness en hann var þó að minnsta kosti starfandi á árunum 1938-44, hugsanlega lengur.
Halldór Sigurðsson skrifstofustjóri í Borgarnesi stjórnaði kórnum á árunum 1942-44 en hann gæti allt eins hafa verið stjórnandi hans alla tíð.
Þess má geta að Jón Sigurbjörnsson leikari og söngvari steig sín fyrstu spor á söngsviðinu með Karlakór Borgarness.
Ein heimilda segir að kórinn hafi verið starfandi árið 1967, og komið fram á hátíðarhöldum í tilefni af aldarafmæli Borgarness sem verslunarstaðar – það gæti þó allt eins verið að hann hafi verið endurreistur af því eina tilefni.














































