S.h. draumur (1982-88)

Hljómsveitin S.h. draumur (Svarthvítur draumur) starfaði um sex ára skeið, mestan þann tíma neðanjarðar með lítinn en tryggan aðdáendahóp en varð líkt og Ham, þekktari eftir andlát sitt og fékk á sig goðsagnakenndan stimpil með almennari vinsældum síðar meir. Tilurð sveitarinnar má rekja til þess að í Kópavogi hafði Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni) starfrækt…

S.B.K. (1996)

S.B.K. var flytjandi á safnplötunni Lagasafnið 5: Anno 1996 og átti þar tvö lög sem voru í rokkaðri kanti poppsins. Engar upplýsingar er að finna um hvað S.B.K. stendur fyrir en meðlimir á safnplötunni voru söngvararnir Halldór J. Jóhannesson og Vignir Daðason, Bragi Bragason gítarleikari, Þórður Hilmarsson gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og…

Sahara [2] (1987)

Sveit með þessu nafni var starfandi árið 1987 og keppti þá í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina. Engar upplýsingar liggja fyrir um skipan þessarar sveitar.

Afmælisbörn 8. janúar 2017

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sextíu og átta ára, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu, Gleðigjöfunum, Stefnumótum…

Afmælisbörn 7. janúar 2017

Enn og aftur er dagurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextugur í dag og á því stórafmæli dagsins. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2017

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og fjögurra ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 5. janúar 2017

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Afmælisbörn 4. janúar 2017

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2017

Afmælisbörnin eru tvö á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og tveggja ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Ízak (um 1975)

Hljómsveitin Ízak starfaði á Snæfellsnesi, hugsanlega á Grundarfirði eða Ólafsvík um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Meðlimir Ízaks voru Sigurður Höskuldsson (Lúkas, Júnísvítan o.fl.) og Ævar Guðmundsson gítarleikarar, Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía, Útrás o.fl.) og Freyr H. Guðmundsson trommuleikari. Engar frekar upplýsingar er að finna um Ízak en þær væru vel þegnar.

Íslenskir tónar [2] (1991-93)

Hljómsveitin Íslenskir tónar vakti nokkra athygli á árunum 1991-93, sveitin var nokkuð virk um tíma og átti þá efni á safnplötum. Íslenskir tónar voru stofnaðir í Menntaskólanum við Sund fyrri part árs 1991. Á þeim tíma var heilmikil tónlistarvakning innan skólans, framsækinn andi í loftinu og fjölmargir tónleikar haldnir innan veggja hans, og innan þess…

Íslenskir tónar [1] [útgáfufyrirtæki] (1947-78)

Íslenskir tónar (Íslenzkir tónar) var öflug plötuútgáfa í eigu Tage Ammendrup en hún starfaði í nærri tvo áratugi og gaf út fjölda hljómplatna sem í dag eru sígildar í íslenskri tónlistarsögu. Íslenskir tónar voru nátengdir versluninni Drangey við Laugaveg 58 en Tage rak hana ásamt móður sinni (Maríu Ammendrup), þar voru seldar bæði plötur og…

Íslenski hljóðmúrinn (1998-99)

Íslenski hljóðmúrinn var samstarfsverkefni Jóhanns Jóhannssonar og Óskars Guðjónssonar veturinn 1998-99 og e.t.v. lengur. Þeir Jóhann og Óskar léku eins konar tilraunatónlist á tölvu og saxófón og komu fram í nokkur skipti á uppákomum tengdum tónleikaröðinni Tilraunaeldhúsinu sem þá var í gangi.

Íslenska hljómsveitin [1] (1981-93)

Íslenska hljómsveitin var sinfóníuhljómsveit sem starfaði á annan áratug á síðari hluta liðinnar aldar án opinberra styrkja að mestu. Markmiðið með stofnun sveitarinnar var að gefa hæfileikaríku ungu tónlistarfólki tækifæri til að leika reglulega opinberlega en Sinfóníuhljómsveit Íslands var þá í raun eina starfandi hljómsveitin af því taginu og ekki gátu allir komist að þar.…

Ísólfur Pálsson (1871-1941)

Ísólfur Pálsson tónskáld frá Stokkseyri var fjölhæfur listamaður og af honum er kominn fjöldi tónlistarfólks. Ísólfur fæddist 1871 í Seli í Stokkseyrarhreppi, hann var yngstur tólf systkina en ekki er þess getið að hann hafi verið tengdur tónlist með einhverjum hætti í æsku. Ísólfur bjó ásamt eiginkonu sinni og börnum á Stokkseyri þar sem hann…

Ívar Halldórsson (1970-)

Ívar (Jóhann) Halldórsson (f. 1970) hefur komið nokkuð víða við í tónlist þótt ekki hafi hann beinlínis verið mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi. Ívar var þó um tíma aðeins í sviðsljósinu um og upp úr 1990 þegar hann samdi lögin Gluggaást sem hann flutti í Landslagskeppninni (1990) ásamt Helgu Möller, Í einlægni sem hann samdi…

Ítrekun (1991-92)

Hljómsveitin Ítrekun starfaði á Höfn í Hornafirði um skeið upp úr 1990. Sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni Mamma skilur allt 1991 og starfaði a.m.k. í eitt ár, sveitin lék m.a. um verslunarmannahelgina 1991 í Atlavík. Meðlimir Ítrekunar voru Ólafur Karl Karlsson trommuleikari, Björn Gylfason bassaleikari, Jónas Ingi Ólafsson gítarleikari, Heiðar Sigurðsson hljómborðsleikari, Björn Viðarsson…

Ísólfur Pálsson – Efni á plötum

Í birkilaut: Ísólfur Pálsson, tónskáld – ýmsir Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 119 Ár: 1979 1. Í birkilaut 2. Rökkurró 3. Sumar 4. Vögguvísa 5. Fjólan 6. Sumarnótt 7. Ég gekk í björg 8. Söknuður 9. Lóan er komin 10. Verði ljós 11. Þinn sonur lifir 12. Góður engill 13. Það árlega gerist 14. Haust…

Afmælisbörn 1. janúar 2017

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á stórafmæli en hann er fimmtugur á þessum nýársdegi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar…