Lennon [1]

Lennon [1]
(Lag / texti: Björgvin Halldórsson / Jónas Friðrik Guðnason)

Með ögn af háðskum grun
í ömmugleraugum
sem allt fannst heldur skrýtið.
Og hjartað fullt af þrá,
að hneyksla alla þá
sem hugsa alltof lítið.
Og aldrei skal það bregðast þegar leikið er lag,
menn lenda fyrr en varir á tón
sem minnir á þann tón,
sem minnir á þann sanna og eina Jón.

Hann ræddi oft um frið,
um frelsi og réttlætið
sem fegurst bíður manna.
En margt fært skrýtið hent
og maður getur lent
í martröð hálfvitanna.
Og aldrei mun það bregðast þegar leikið er lag,
að lendi menn á rytma og tón,
sem minnir á þann sanna og eina Jón.

Að heimurinn í dag sé jafnvel verri en í gær,
er varla nokkuð of í lagt.
Æ, heyrðu kæra systir og heyrðu bróðir kær,
hvað hefði nú hann Lennon sagt?

Að guðir sigli um á gulum kafbátum
og gimsteinar úr skýjum falli í lófa þinn,.
það frestast víst um sinn
með fleiri draumum nýjum
En hitt er alveg pottþétt að ef leika menn lag,
þeir lenda fyrr en síðar á tón
sem minnir á þann sanna og eina Jón.

[á plötunni Björgvin Halldórsson – Eftirlýstur]