Síðan eru liðin mörg ár

Síðan eru liðin mörg ár
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)

Ég læðist oft upp á háaloft
til að hnýsast í gömul blöð.
Þegar sit ég einn þar koma upp minningar
og atburðarás verður hröð.
Allir strákarnir voru í támjóum skóm
og stelpur með túperað hár.
Já á sunnudögum var restrarsjón
en síðan eru liðin mörg ár.

viðlag
Þeir greiddu í píku (á þessum dögum).
Þeir greiddu í píku (undir Presley lögum).
Komdu með upp á loft,
þú færð séð margt sem gerðist þá (hárið smurt með Adrett).
Ef ég mér tímavél ætti
þá gaman mér þætti
að hverfa aftur ein tólf þrettán ár.
Þá fannst mér tíðin góð
en brátt við verðum ellimóð.

Það var kannski ekkert smart, þó var ansi margt
sem var skemmtilegra í denn tíð
Þegar Glaumbær stóð var hver helgi góð,
allt á fullu ár og síð.
Þá var hljómsveit í hverjum skóla,
þá voru sömu vonir og þrár
og þá var rúnturinn meldingarpunkturinn
en síðan eru liðin mörg ár.

viðlag

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson – Þó líði ár og öld]