Guð gaf okkur jólafrí

Guð gaf okkur jólafrí
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson)

Guð gaf okkur jólafrí og jólapakka að gægjast í.

Á aðventunni – verð ég alveg snar,
í þann mund – að væta brækurnar.
Ég verð uppstökkur og árásargjarn.
Ég fer á límingum – og ég felli tár,
mér finnst ég þurfi að bíða í hundrað ár
því ég er svoddan jólabarn.

Guð gaf okkur jólafrí og jólakort til að krota í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólakjóla að skottast í.

Ég skreyti greinar og ég skreyti hús.
Skvetti jólaöli í flennikrús.
Og jólasöngva ég sífellt þyl.
Laufabrauði ég læði í munn.
Ég laumast kringum einiberjarunn.
Hólí krapp ég hlakka svo til!

Guð gaf okkur jólafrí og jólakonfekt að kroppa í.
Guð gaf okkur jólafrí
færði öllum frí.

Guð gaf okkur jólafrí og jólaboð að mæta í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólamessur að sofna í.
Spáið í því!

Guð gaf okkur jólafrí og jólaglögg til að detta í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólatré til að kveikja í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólagjafir að eyða í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólasteik til að narta í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólaslabb til að stíga í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólabað til að drukkna í.
Guð gaf okkur jólafrí og jólaskafla að festast í.

[af plötunni Baggalútur – Næstu jól: 11 ástsæl aðventu- & hátíðarlög]