Jólin alls staðar

Jólin alls staðar
(Lag / texti: Jón Sigurðsson / Jóhanna G. Erlingsson)

Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.

Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.

[m.a. á plötunni Kristjana Stefán, Svavar Knútur, Ragga Gröndal – Eitthvað fallegt]