Jólagjöfin

Jólagjöfin
(Lag / texti: erlent lag / Sverrir Pálsson)

Vetrardaginn dimma dapur vindur hvín.
Freðna jörðu felur fannhvít mjallarlín.
Skýjahrannir hylja himinljósin björt.
Nú fer senn að nálgast nóttin svört.

Gerast allt í einu undur dásamleg.
Stjörnuleiftur lýsa langt í austurveg.
Ótal englaraddir hljóma blítt og þýtt.
Friður yfir öllu, allt er nýtt.

Fjármenn glaðir finna fæddan bjartan svein.
Hann er heimsins barna hjálparvonin ein.
Liggur lágt í jötu, ljós úr augum skín.
Elska hans til okkar aldrei dvín.

Get ég goldið honum, gulls ég fór á mis.
Myrru á ég enga né ilminn reykelsis.
Eina gjöf þá get ég gefið nú og hér.
Hjarta barns sem býr í brjósti mér.

[af plötunni Kristjana Stefáns, Svavar Knútur, Ragga Gröndal – Eitthvað fallegt]