Jól á Kanarí

Jól á Kanarí
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason)

Í veðri og vindum, skafrenningi blindum,
í slyddu og sköflum, úrkomu á köflum,
í stormi og hríðum, gammosíum síðum, að krókna.

Undan afrískri strönd upp úr volgum sænum rís
dulítil paradís sem engu öðru er lík.
Þar er samfelld sól. Sannið til! Þar er ávallt skjól.
Varla glittir í ský, því er gráupplagt að halda jól
niðri á Kanarí.

Af veðri og vindum, skafrenningi blindum,
af slyddu og sköflum, úrkomu á köflum,
af stormi og hríðum, gammósíum síðum
– nú hef ég fengið upp í kok af því.
Má ég heldur biðjum jólafrí svamlandi sjónum í, suður á Kanarí.
Með kerti og spil í sól og sumaryl.

Barbíkjúið klárt, kryddlegnum rjúpum á grillið skellt,
laufabrauð lagt á borð, úr beljunni í glösin hellt.
Léttklædd lítil börn, löðrandi í sólarvörn,
hlýða á messu og mas, finnst mamma og pabbi helst til leiðigjörn,
svona við sjötta glas.

Af veðri og vindum, skafrenningi blindum,
af slyddu og sköflum, úrkomu á köflum,
af stormi og hríðum, gammósíum síðum
– nú hef ég fengið upp í kok af því.
Má ég heldur biðjum jólafrí, kokteil og bikiní, suður á Kanarí.
Drekk kampavín í malt og appelsín.

Aðfangadagskvöld! Á himni blikar stjörnufjöld.
Sauðdrukkið sólbrennt fólk, samnorræn hátíðarhöld,
kryddsíld og kókosmjólk.

Af veðri og vindum, skafrenningi blindum,
af slyddu og sköflum, úrkomu á köflum,
af stormi og hríðum, gammósíum síðum
– nú hef ég fengið upp í kok af því.
Má ég heldur biðjum jólafrí sötrandi kamparí, suður á Kanarí.

Af veðri og vindum, éljagangi blindum,
af slyddu og slabbi, pirringi og kvabbi,
af stormi og hríðum, nærklæðunum síðum
– nú hef ég fengið upp í kok af því.

[af plötunni Baggalútur – Næstu jól: 11 ástsæl aðventu- & hátíðarlög]