Jólaleg jólalög

Jólaleg jólalög
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason)

Ég hélt að þjóðin hefði fengið nóg af jólalögum
en það var augljóslega á misskilningi byggt.
Því fólkið fær bara ekki leið á litlum sögum
sem límast vel á heilahvel en hafa enga vigt.

Jólaleg jólalög.

Sumir syngja einvörðungu: Fallala.
Aðrir raula annars hugar: Fúmm fúmm fúmm.
Og hvað með það? Þeir verða að eiga það við sig.

Jólaleg jólalög.

Við gaulum þau út á götum.
Við görgum þau í steríó.
Við viljum jesúbörn í jötum
og jólabjöllur og jólasveina og heilan helling af snjó.

Falleg og flórsykruð lög.
Við syngjum hámóðins hátíðleg lög.
Við syngjum sorgleg og sannkristin lög.
Við syngjum afslöppuð aðventulög.
Við syngjum jólaleg jólalög.

Ég hélt að jólin hefði fengið nóg af jólalögum
en það var einfaldlega á misskilningi byggt.
Því þetta lið fær aldrei nóg af sætum sögum.
Og hvað með það?

[af plötunni Baggalútur – Næstu jól: 11 ástsæl aðventu- & hátíðarlög]