Segðu mér satt

Segðu mér satt
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson)

Skilmerkilegustu skoðanakannanir sýna
allt svo skýrlega‘ að næstum er óhætt að draga‘ ekki‘ í efa,
sjö þúsund handahófs nöfn úr símaskránni
sögðu að sér þætti sælla að þiggja en gefa.

Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.
Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.

Ennfremur álítur marktækur meirihluti
að moldríkir hafi hendurnar vandlega laugað,
komist aftur á bak með aðgát, varúð og lagni
eins og ekkert sé, í gegnum nálaraugað.

Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.
Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.

Lýðræðið er til margra hluta nytsamt
og nóglega er ekki demantinn hægt að slípa,
en ef meirihlutanum verður á í mysunni,
til hvaða meðala mega þá réttlátu maðkarnir grípa?

Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.
Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.
Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.
Segðu mér, segðu mér, segðu mér satt.

[m.a. á plötunni Stuðmenn – Í góðu geimi]