Út í kvöld

Út í kvöld
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir)

Örn og Rannveig ætla‘ í kvöld út að skemmta sér,
okkur langar með.
En hvert skal halda, hvar er fjör? Harla víða er
hægt að kæta geð.

Hvar sem við lendum,
hvar sem við endum,
við ætlum út í kvöld.

Á Röðli‘ er alltaf rosafjör en röð við innganginn,
reynum Lídó fyrst.
Í Hlégarð samt við heitum för en þeir hleypa þar engum inn,
þau hjónin gerast þyrst.

Hvar sem við lendum,
hvar sem við endum,
við ætlum út í kvöld.
Hvar sem við lendum,
hvar sem við endum,
við ætlum út í kvöld.

En hvað með Gúttó? Uppselt í Gúttó
svo við brunum beint niður‘ á Mjólkurstöð,
berjum að dyrum, er ballið ég spyr um,
þeir svara: Lokað – einkasamkvæmi.

Örn og Rannveig, örg og sár, eiga ekki orð
en við örkum samt af stað.
Í Templarahöllinni er taumlaust fjör en tekst að panta borð?
Tölum ekki um það því
hvar sem við lendum,
hvar sem við endum,
við ætlum út í kvöld.

Hvar sem við lendum,
hvar sem við endum,
við ætlum út í kvöld.
Hvar sem við lendum,
hvar sem við endum,
við ætlum út í kvöld.

[af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]