Gamla budda

Gamla budda
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Jakob F. Magnússon)

Ég á í basli með mig
og þú átt nóg með þig,
við skulum halda‘ okkur á mottunni í kvöld.
Siðferðisástandið
er heldur bágborið.
Við skulum halda‘ okkur á mottunni í kvöld.
Gamla budda, buddan mín,
gamla budda, buddan mín.

Auðvitað er þetta fram eftir götunum:
inni á klósetti fer ég úr fötunum.

Sóló

Síðast en ekki síst
hvað svo sem af því hlýst,
við skulum halda okkur á mottunni í kvöld.
Gamla budda, buddan mín.
Gamla budda, buddan mín.
Gamla budda, buddan mín.
Gamla budda, buddan mín.
Við skulum halda okkur á mottunni í kvöld.

[af plötunni Stuðmenn – Kókostré og hvítir mávar]