Peningar og ást

Peningar og ást
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)

Völvan er í eldhúsinu hjá mér,
kíkir kúluna í.
Völvan sér að allt með felldu er,
bömmerinn er fyrir bí.
Hvað sér hún kúlunni í? Peninga‘ og ást?

Völvan spræk reykir Lucky strike
og bryður kandísdröngul kaffi með.
Bollann minn síðan skoðar hún út og inn,
þar ýmislegt getur hún séð.
Hvað sér hún bollanum í? Peninga‘ og ást.
Happrættisvinning og frí. Peninga‘ og ást.

Ríkar ekkjur og rómantík, mjúkar rekkjur í Mósambík,
frægð og frami í pólitík, fínar snekkjur á Nauthólsvík.
Það yrði ekki dónalegt.

Sóló

Jo jo jo jo jo – jo jo jo

Sóló

Jo jo jo…

Völvar fær veit lengra‘ en nebbinn nær
og leggur spilin eldhúsborðið á,
þessi völva er eins sú best á landi hér,
ættuð Akureyris frá.
Hvað sér hún spilunum í? Peninga‘ og ást.
Happdrættisvinning og frí. Peninga‘ og ást.

Ríkar ekkjur og rómantík, mjúkar rekkjur í Mósambík,
frægð og frami í pólitík, fínar snekkjur á Nauthólsvík.
Það yrði ekki dónalegt.
Ríkar ekkjur og rómantík, mjúkar rekkjur í Mósambík,
frægð og frami í pólitík, fínar snekkjur á Nauthólsvík.
Það yrði ekki dónalegt.

[af plötunni Stuðmenn – Kókostré og hvítir mávar]