Kókostré og hvítir mávar

Kókostré og hvítir mávar
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon og Valgeir Guðjónsson)

Perlur og svín á pálmaströnd,
páfugl við sjónarrönd,
skepnur og menn eigra hönd í hönd
um ókunn lönd á ný.
Hvernig sem fer, þá verður draumurinn
um kókostré að vera draumur enn um sinn.

Fáðu mér vængi að fljúga á,
færðu mér loftin blá.
Mávur á haugnum syngur óð, sitt sólarljóð, fyrir gýg.
Hvernig sem fer, þá verður draumurinn
um kókostré að vera draumur enn um sinn
segir draumráðningameistarinn minn.

[af plötunni Stuðmenn – Kókostré og hvítir mávar]