Búkalú

Búkalú
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)

Að vera‘ í takt við tímann er oft tímafrekt,
til þess þarf ástundun og góða eftirtekt,
ef að fallið hefðum við þá gryfju í
væri þessi hljómsveit löngu fyrir bí.

Allt er best í hófi, það er okkar trú
og með bros á vör við leikum búkalú.
Höldum okkar striki bæði hér og nú
og með bros á vör við leikum búkalú.
Búkalú, búkalú, búkalú,
Búkalú, búkalú – hú.

Sumir éta magurt, aðrir éta feitt,
sumir drekka‘ of mikið, aðrir ekki neitt.
Það sem Bubba Morthens þykir gott og gilt
þykir Hauki frænda vera heldur tryllt.

Allt er best í hófi, það er okkar trú
og með bros á vör við leikum búkalú.
Höldum okkar striki bæði hér og nú
og með bros á vör við leikum búkalú.
Búkalú, búkalú, búkalú,
Búkalú, búkalú – hú.

Að vera‘ í tak við tímann getur tekið á,
að vera up to date er okkar innsta þrá.
Hvers kyns fanatík er okkur framandi,
hún er handbremsa á hugann, lamandi.

Allt er best í hófi, það er okkar trú
og með bros á vör við leikum búkalú.
Höldum okkar striki bæði hér og nú
og með bros á vör við leikum búkalú.
Búkalú, búkalú, búkalú,
Búkalú, búkalú – hú.
Búkalú, búkalú, búkalú,
Búkalú, búkalú – hú.
Búkalú, búkalú, búkalú,
Búkalú, búkalú – hú.

[m.a. á plötunni Stuðmenn – Kókostré og hvítir mávar]