Blómarósir

Blómarósir
(Lag / texti: Jón Ásgeirsson / Helgi Sæmundsson)

Ilmandi leggja þær garða og torg undir fót
fagnandi laugast þær kossheitum morgunblæ.
Þegar sólin dansar og skín,
spinnur geislaþræði endalaust.

Brosandi taka þær kveðju elskhuga sinna,
hlæjandi snúa þær við þeim baki,
njóta sín á vori og sumri
en falla næsta haust.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Allt er fertugum fært]