Farðu burt

Farðu burt
(Lag / texti: Þorvadur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir)

Farðu burt, farðu burt.
Við viljum ekki hafa þig
svo komdu þér burt.
Farðu burt, farðu burt.
Þú átt alls ekkert heima hér
svo komdu þér burt.

Hvað ertu að vilja?
Hver hleypti þér hingað?
Veistu ekki að grænmeti er
ekki velkomið?

Skríddu oní jörðina í sambýli
við ormana.
Allir sem búa hér hafa
sprottið af runna eða tré.

Vertu sæl, ekkert væl.
Sjáumst ekki um hæl.
Við viljum ekki hafa þig.
Svo komdu þér burt.

Farðu burt, farðu burt.
Við viljum ekki hafa þig.
Svo komdu þér burt.
Þú átt alls ekki heima hér.
Svo komdu þér burt.
Farðu burt, burt!

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]