Vinkonur

Vinkonur
(Lag / texti: orvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir og Andrea Gylfadóttir)

Vinkonur – við erum vinkonur þrjár.
Vinkonur – við erum vinkonur þrjár.
Við getum dansað, hlegið, sungið saman,
skemmt okkur og haft svo gaman,
geiflað svo og grett í framan.
Þangað til að við veltumst úr hamingju.

Það sem mér dettur í hug er stundum
alveg ferlega fyndið.
Það sem mér dettur í hug er stundum
alveg svakalega skrítið.
Ímyndum okkur að allir séu vinir.
Saman myndum horfa á fílahjörð,
fljúga hjá.

Vinkonur – við erum vinkonur jahá.
Vinkonur – við erum vinkonur þrjár.
Við skulum breyta því sem þarf að breyta.
Einelti við munum neita, jafnrétti á það að heita.
Og þannig munum við veltast um úr hamingju.

Vinkonur – við verðum héðan í frá.
Vinkonur – við erum vinkonur jahá.
Og segjum: Það sem áður var, er búið.
Orðið allt of þreytt og lúið,
nú verður ekki aftur snúið.
Því við erum orðnar…

Vinkonur – við erum vinkonur þrjár.
Vinkonur – við erum vinkonur þrjár.
Erum vinkonur.

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]