Klifurmúsavísur

Klifurmúsavísur
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Ein mús er best af öllum
og músin það er ég.
Í heimi mús er engin
slík hetja stórkostleg.
Ég geng um allan daginn
og gítarinn minn slæ,
en svengi mig á stundum
þá syng ég bara og hlæ:
Dúddilían dæ.

Er hnetum aðrir safna
í holur sínar inn,
ég labba út um hagann
og leik á gítarinn.
Ég vini á svo marga
í viði, tóft og bæ,
sem gleðjast er ég nálgast
og gisting hjá þeim fæ:
Dúddilían dæ.

Í veislur er mér boðið,
ég vitja þeirra í röð
því seðja vil ég magann
og syngja og vera glöð.
Svo gaman er að lifa,
ég glaðst við lítið fæ.
Já, aðrir geta stritað,
ég aðeins syng og hlæ:
Dúddilían dæ.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]