Kveðjuljóð
(Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk)
Hér var gott að gista.
Glaður vinahópur
lífsins naut og lét sér marga stund.
Allt mun óbreytt verða
utan Pílu vantar
og amma lengir enn sinn morgunblund.
Sendir hlýjan huga
hagamús og þakkar
frændum sínum fyrir kynnin góð.
Héðan má ég halda.
Heimabyggðin kallar.
Vindur, berðu vinum þetta ljóð.
[af plötunni Pílu Pínu platan – úr leikriti]