Nýjasta ljóð Pílu Pínu
(Lag / texti: Heiðdís Norðfjörð / Kristján frá Djúpalæk)
Heimurinn er betri en við höldum.
Hitt er flest af okkar sjálfra völdum
sem móti blæs og miður fer.
Best er öllum böli því að gleyma
sem bætt við ekki fáum úr –
og dreyma
það er eitt sem fallegt er.
Heimurinn er betri en við höldum.
Hitt er flest af okkar sjálfra völdum
sem móti blæs og miður fer.
Best er öllum böli því að gleyma
sem bætt við ekki fáum úr –
og dreyma
það er eitt sem fallegt er.
Best er öllum böli því að gleyma
sem bætt við ekki fáum úr –
og dreyma
það er eitt sem fallegt er.
Best er öllum böli því að gleyma
sem bætt við ekki fáum úr –
og dreyma
það er eitt sem fallegt er.
[af plötunni Pílu Pínu platan – úr leikriti]