Vatnsrennibrautin
(Lag og texti: Megas)
Þær busluðu svo makráðar í sandinum og sólinni
og sjórinn bragðaðist ill en þú losaðir um takið
og svo lagðist ég í fjörunni og fann hve þunginn var hlýr
og mjúkir fæturnir sem stigu niður þétt er þú gekkst um bakið
og neonljósin kviknuðu þau köstuðu fölgrænni birtu á
kvöldmyrkrið sem féll af himnum ofan eins og fiður
en skátadrengirnir þrömmuðu um skóginn uppá ballinu
og við skutum síðan flestallar dömurnar bara niður.
Stundum lágu þeir afvelta á ströndinni undir sólhlíf
á strámottum með vasadiskó á maganum eða hnjánum
hann hlustaði og kannaði svæðið kíkti heimulega
á krókódíla sem brostu og rótuðu í sandinum með tánum
og við reikuðum inní myrkrið hlýtt og mjúkt og daufgrænt ljósið
og á milli tjaldanna þar var fólk og ys og þys og kliður
en þær skimuðu bara í kringum sig og skoðuðu söluborðin
og við skutum því næst dömurnar allar saman niður.
Og niður með rennibrautinni þau brunuðu eins og líkfylgd
blágrænn ormur hlykkjaðist henni ætlaði aldrei að ljúka
en vatnið skvaldraði í lauginni og öldurnar hnigu og hófust
og þær hremmdu þau loks í fangið sitt freyðandi mjúka
en eftir margan hring með parísarhjóli og rólerkóster
og við héngum í lausu lofti meðan dimmdi bláir í framan
þær læddust bakvið hvíta tjaldið í skuggann inní skóginum
og við skutum síðan dansmeyjarnar niður allar saman.
Og lestin rann af stað eftir braut sem lá inní myrkrahúsið
meðan líkfylgdin átti stefnumót á miðri skógargötu
og þær versluðu sér steglda hænu og steikta útí sólinni
en stuttu síðar rigndi eins og hellt væri úr fötu
og torgið breyttist í flag og við tvístigum í eðjunni
svo tók við okkur myrkrið alsett neonljósaskiltum
við leituðum afdreps og fundum skjól hjá skotpöllunum við endann
og við skutum niður dansmeyjarnar í tylftum.
[af plötunni Bubbi og Megas – Bláir draumar]