Jarðarför Bjössa

Jarðarför Bjössa
(Lag og texti Bubbi Morthens)

Sjáðu nú Bjössi, han brosir við þér
og býður þér hrímgráan reykinn.
Meðan þú dvaldir með oss hinum hér
og hugrakkur gekkst í leikinn,
línur á speglum þig kölluðu á,
kókið svo hreint var erfitt að fá
og nú fer,
nú fer kistan þín niður.

Þitt fríða andlit með æskunnar þrótt
bar engin þess merki í fyrstu
þó víman hjá þér dveldi nótt eftir nótt
og nautnirnar sál þína gistu.
Allar þær konur sem bældu þinn beð
grátandi standa og fylgjast með
þegar kistan,
þegar kistan þín fer niður.

Andlit þitt breyttist og brosið varð stirt
og blóð þitt rann hægar en áður.
Aftan í líf þitt var lyginni spyrt,
lúinn þú varst og þjáður.
Spilin sem þú hafðir duga ekki hér
þótt drögum við ásinn til að fylgja þér
og kistunni
og kistunni þinni niður.

Nú stirður og kaldur í kistunni ert
karlinn, þar færðu friðinn.
Farinn ertu en enginn veit hvert,
eflaust sú ferð verður liðin
þegar presturinn mælir drottinn minn
og moldin fellur á kassann þinn
og kistuna
og kistuna þína hylur.

Dauðans klukkur kveða sinn dóm,
krossi þínum yfir þær hringja.
Ef heyrir þú Bjössi bjöllunnar róm
og bræður þína reyna að syngja
þá trúlega veistu, við troðum í eina
og fullum okkur brosandi á letraða steina
og blásum
og blásum á eftir þér niður.

[af plötunni Bubbi Morthens – Allar áttir]