Alla daga

Alla daga
(Lag og texti Bubbi Morthens)

Alla daga, allar nætur þú,
vagga hjartans heimur minn,
mín hamingja er sú,
er mig skorti kraft og kjark,
þú komst og gafst mér trú.
Alla daga, allar nætur þú.

Megi óskir þínar allar rætast
og ást þín vaxa fær,
megi orð þín aldrei særa neinn
og öllum þú verðir kær.
Alla daga, allar nætur þú.

Verði þín ævi blessuð öll
og allt sem snertir þig,
megi ég verða þín verðugur
og aldrei misstíga mig,
því alla daga, allar nætur þú.

[af plötunni Bubbi Morthens – Allar áttir]