
Guðmundur Óskar Guðmundsson
Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar.
Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 2010. Jón Bjarni er fjörutíu og eins árs á þessum degi.
Einnig á bassaleikari hljómsveitanna Hjaltalín og Góss, Guðmundur Óskar Guðmundsson afmæli en hann er þrjátíu og sex ára gamall á þessum degi. Hann var einnig áður í hljómsveitunum Imnesium, Heiðurspiltum, Mekkamoos Tilbury og Svitabandinu svo aðeins fáeinar séu nefndar.
Og að síðustu er hér nefndur rapparinn Flóni eða Friðrik Jóhann Róbertsson sem er tuttugu og fimm ára gamall á þessum degi. Flóni á að baki tvær sólóplötur og nokkur vinsæl lög og hefur starfað með fjölda annarra tónlistarmanna af sinni kynslóð s.s. GDRN, Auði, Birni, Reykjavíkurdætrum og Joey Christ svo nokkur dæmi séu tekin.
Vissir þú að Vilhjálmur Guðjónsson klarinettuleikari nam meðal annars í Bandaríkjunum?