RGP 103 Blues Band spilar á RVK Bruggfélag

Hljómsveitin RGP 103 Blues Band spilar á RVK Bruggfélag, Tónabíó Skipholti 33, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20:30. Meðlimir sveitarinnr eru þeir Rúnar Þór gítarleikari og söngvari, Pétur Stefánsson (PS & co) gítarleikari og söngvari, Gunnar Örn Sigurðsson gítarleikari og söngvari, Rúnar Vilbergsson trommuleikari og Árni Björnsson bassaleikari. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel…

Aretha Franklin – heiðurstónleikar

Stefanía Svavarsdóttir og Elísabet Ormslev stíga á svið í gervi Arethu Franklin og flytja ódauðleg lög drottningar sálartónlistarinnar í Ölveri þann 20. nóvember nk. klukkan 20. Með sér hafa þær frábæra hljómsveit skipuð úrvals tónlistarfólki sem skapar magnaðan hljóðheim og ógleymanlega stemningu. Aretha Franklin (1942–2018) var ein áhrifamesta og ástsælasta söngkona allra tíma. Hún hóf…

Blúskvöld í Cadillac klúbbnum

Boðað er til skemmtilegs blúskvölds þriðjudagskvöldið 4. nóvember kl. 20:00 í Súðarvogi 30, til styrktar Blúsfélagi Reykjavíkur og Cadillac Klúbbnum. Allt tónlistarfólk kvöldsins er á heimavelli en þau æfa reglulega í Cadillac klúbbnum og eru tilbúin að setja stemninguna í gang! Á svið stíga: • Sveinn Hauksson • Cadillac Jazz Band • Kveinstafir • Halló…

Blús á Bird í kvöld

GG blús og Ungfrúin góða og búsið halda saman dúndur tónleika á BIRD við Tryggvagötu í kvöld föstudaginn 24. október. GG BLÚS er rokkaður blús-dúett mannaður þeim Guðmundi Jónssyni á gítar og söng og Guðmundi Gunnlaugssyni á trommur og söng. Á tónleikum eru þeir nafnar annálaðir fyrir góða stemningu, þar sem vel valdar blús-rokk-ábreiður genginna…

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi í kvöld þriðjudaginn 21. október kl. 20:30 á RVK Bruggfélag – Tónabíói, Skipholti 33 en þar stígur hljómsveitin Singletons á svið. Singletons skipa þeir: Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Gunnar Örn Sigurðsson gítarleikari, Árni Björnsson bassaleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Ragnar Ólason trommuleikari. Aðgangur er ókeypis en frjáls…

Dagskrá Iceland Airwaves 2025 tilbúin

Biðin er á enda – nú er ljóst hvernig dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves verður háttað þetta árið en nú eru aðeins þrjár vikur til stefnu, tuttugu nýir listamenn frá öllum heimshornum hafa nú bæst í hóp þeirra sem áður hafði verið tilkynnt um en þeir verða á annað hundrað talsins. Meðal þeirra tuttugu sem bætt…

Tónleikar til heiðurs Palla Hauks

Blúsunnandinn og stjórnandi hátíðarinnar Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði, Palli Hauks, lést í maí síðastliðinn. Blúsfélag Reykjavíkur blæs til tónleika á Ölveri sportbar föstudagskvöldið 26. september nk. en þeir eru haldnir sem virðingarvottur við Palla og til heiðurs minningu hans. Á svið stíga: Jón Ólafsson – bassi og söngur Ásgeir Óskarsson – trommur Guðmundur Pétursson – gítar…

Blúsdagskrá í Hörpu á Menningarnótt

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir glæsilegri blúsdagskrá í Björtuloftum í tónlistarhúsinu Hörpu í dag frá klukkan 13 til 15 á Menningarnótt þar sem fram koma hljómsveitirnar Ungfrúin góða og búsið, CC Fleet Blues Band og Singletons. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin svo lengi sem það er sætaframboð. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Hörpu á…

Átján listamenn bætast við IA25

Átján nýir listamenn hafa nú bæst í hóp þeirra sem koma fram á dagskrá Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í haust en tilkynnt var um þá í vikunni. Nú stefnir í að Airwaves vikan verði eitt risastórt ævintýri þar sem fólk getur sett saman sína eigin dagskrá með framandi hljóðheimi og töfrum morgundagins –…

Tónleikar Pálma Gunnars & Hipsumhaps í Hörpu

Þann 27. september næstkomandi snúa Pálmi Gunnarsson og Hipsumhaps bökum saman með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Þeir hafa sett saman frábæran lagalista með lögum úr smiðju hvors annars sem mun ekki skilja neinn ósnortinn en tónleikarnir eru hluti af tónleikaseríunni …& Hipsumhaps þar sem tvær kynslóðir mætast í tónum og tali. „Árið 1996 kom stórlaxinn…

Dagskrá Innipúkans er tilbúin

Innipúkinn fer fram í Austurbæ í Reykjavík (á tveimur sviðum) um verslunarmannahelgina, 1. – 3. ágúst næstkomandi. Þar hafði áður  verið boðað að m.a. myndu koma fram Ragga Gisla & Hipsumhaps, Sigga Beinteins & Babies flokkurinn, Ásdís á sínum stærstu tónleikum hérlendis, Birnir, Bríet, Flóni og Mugison. Nú hefur bæst í þann hóp og í…

Enn bætist við fjölda atriða á Iceland Airwaves 2025

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í haust eins og síðustu 25 árin, og nú hefur heldur betur bæst í hóp þeirra þrjátíu og fimm tónlistaratriða sem áður hafði verið tilkynnt um því nú hafa tuttugu og níu slík bæst við – hér má nefna tónlistarfólk m.a. frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu. Íslensku flytjendurnir sem bæst…

Blúshátíð í Reykjavík 2025

Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag en hátíðin snýr aftur til síns heima á Hilton Reykjavík Nordica, hátíðin er haldin samkvæmt hefð í dymbilvikunni fyrir páska. Á dagskrá eru bæði erlendar og innlendar blússtjörnur en að lokinni formlegri dagskrá verður Klúbbur Blúshátíðar þar sem tónleikagestir geta notið lifandi tónlistar í afslöppuðu umhverfi. Tónlistardagskráin verður með…

Sex listamenn og hljómsveitir hljóta Kraumsverðlaunin 2024

Amor Vincit Omnia, Iðunn Einars, sideproject, Sigrún, Sunna Margrét og Supersport! hljóta Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Pop-up verslun Sweet Salone – Aurora velgerðarsjóðs á Mýrargötu 41. Þetta er í sautjánda sinn sem verðlaunin eru…

Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2024

Kraumsverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, og skipa þar með Kraumslistann 2024. Mikil fjölbreytni einkennir tilnefningarnar í ár – þar sem sú gróska sem ríkir í íslensku tónlistarlífi á sviði popp,…

Dagur íslenskrar tónlistar 2024

Glatkistan óskar landsmönnum til hamingju með Dag íslenskrar tónlistar sem er í dag 1. desember. Deginum var reyndar þjófstartað í Tónlistarhúsinu Hörpu á föstudagsmorguninn þegar Samtónn og Íslensku tónlistarverðlaunin veittu nokkrar viðurkenningar fólki sem starfað hefur að íslensku tónlist, útbreiðslu hennar og uppgangi. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir hlaut til að mynda Hvatningarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en…

Dagskrá Innipúkans tilbúin

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í 21. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina, dagana 2.-4. ágúst. Heildardagskrá hátíðarinnar er nú klár og birt hér með nokkrum nýjum viðbótum við prógrammið. Páll Óskar og Skrattar koma í fyrsta sinn fram saman á sviði á opnunarkvöldi Innipúkans í ár, auk þess að koma fram í sitthvoru lagi á…

Anya Shaddock gefur út breiðskífuna Inn í borgina

Anya Hrund Shaddock gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu en um er að ræða er átta laga plötu sem hefur hlotið nafnið Inn í borgina. Anya semur sjálf öll lög plötunnar, syngur, útsetur og annast upptökuþáttinn en hún fær með sér sérvalinn hóp tónlistarfólks til að ramma inn plötuna eins og segir í fréttatilkynningu.…

Innipúkinn 2024 um verslunarmannahelgina

Páll Óskar og Skrattar snúa bökum saman og koma fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina 2. – 4. ágúst en hátíðin fer nú fram í miðborg Reykjavíkur í 21. sinn. Meðal annarra listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, ex.girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.…

Iceland airwaves kynnir fyrstu nöfnin á 25 ára afmæli hátíðarinnar

Iceland Airwaves hefur nú birt fyrstu nöfnin sem koma fram á 25 ára afmælisútgáfu hátíðarinnar, sem fer fram dagana 7. – 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur. Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt…

Skráning hafin fyrir Músíktilraunir

Músíktilraunir Hins hússins fara fram í Norðurljósasal tónlistarhússins Hörpu í næsta mánuði en keppnin hefur verið haldin árlega nánast óslitið frá árinu 1982 þegar hljómsveitin DRON bar sigur úr býtum. Fjölmargar þekktar hljómsveitir hafa sigrað tilraunirnar og nægir hér að nefna sveitir eins og Maus, Dúkkulísurnar, XXX Rottweiler, Of monsters and men og Mammút. Í…

Músíktilraunir 2024 framundan

Það styttist í Músíktilraunir 2024. Þær voru lengi kenndar við Tónabæ en fara nú fram í Norðurljósum í Hörpu dagana 10.-16. mars nk. þar sem keppnin hefur verið haldin síðustu árin. Opnað verður fyrir skráningu í Músíktilraunir á heimasíðu keppninnar þann 5. febrúar og þar verður hægt að skrá sig til og með 19. febrúar,…

Fjöll með smáskífu og tónleika

Hljómsveitin Fjöll gefur í dag út sína þriðju smáskífu á árinu en sveitin hefur undanfarið verið að vinna að upptökum í Hljóðrita ásamt Kristni Sturlusyni, nýja lagið ber heitið Lengi lifir en áður hafði sveitin sent frá sér lögin Festar og Í rokinu. Lengi lifir er nú aðgengilegt á Spotify og hér má nálgast það. …

Iceland Airwaves 2023 – Tónlistin í myndum

Iceland Airwaves hefur verið í fullum gangi um helgina og hefur miðbærinn verið fullur af fólki sem þeytist á milli tónleikastaða til að líta hljómsveitir og tónlistarfólk úr öllum áttum augum – fjölbreytnin er mikil og enn er hægt að kíkja á off venue atburði þennan sunnudaginn. Glatkistan var á ferðinni sem fyrr og tók…

Iceland Airwaves 2023 – Veisla framundan

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er komin í fullan gang en hún var sett opinberlega í gær, fimmtudag – fyrstu viðburðirnir fóru þó fram á miðvikudaginn. Veislan heldur áfram og meðal þess sem sjá má og heyra í dag og í kvöld má nefna Kira Kira og Heklu í Fríkirkjunni, Sigrúnu Stellu og Gróu í Gamla bíói,…

Iceland Airwaves 2023

Hin árlega tónlistarveisla Iceland Airwaves er handan við hornið og eins og oft áður verður Glatkistan á ferð með myndavélina á lofti um þessa miklu tónleikahelgi. Veislan hefst á morgun miðvikudag með fjölda tónlistarviðburða en hátíðin verður svo sett formlega á fimmtudaginn og heldur áfram með samfleytu tónleikahaldi fram á sunnudag þar sem fjöldi íslenskra…

Myrkvi sendir frá sér breiðskífuna Early warning

Hljómsveitin Myrkvi sendir í dag frá sér plötuna Early warning en það er önnur breiðskífa sveitarinnar. Það eru þeir Magnús Thorlacius og Yngvi Holm sem skipa Myrkva en þeir félagar voru áður hluti af hljómsveitinni Vio sem sigraði Músíktilraunir vorið 2014 og var ári síðar tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna  sem „bjartasta vonin“, efni plötunnar var að…

INNIPÚKINN Í REYKJAVÍK UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Bríet, Gugusar, Þórunn Antonía og Kristín Sesselja eru meðal þeirra sem nú bætast við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Innipúkans 2023 sem fram fer í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Í fyrsta sinn munu plötusnúðar troða upp á stóra sviði hátíðinnar þegar DJ Frímann og DJ Yamaho koma fram á lokakvöldi Innipúkans undir merkjum PartyZone 95 þar sem house og teknó danstónlistarslagarar níunnar…

Síðustu nöfnin bætast við á Iceland Airwaves 2023

Nú liggur fyrir hvaða tónlistaratriði koma fram á Iceland Airwaves 2023. Fjöldinn allur af frábærlega flottum, ofur hipp og ótrúlega skemmtilegum atriðum mun spila í miðborg Reykjavíkur í nóvember. Meðal nýjustu nafnanna sem nú slást í hópinn eru  okkar allra besti Daði Freyr, iðnaðar teknópönk-rokk- og sviðsframkomugoðsagnirnar í Hatara, heimaræktaði rapparinn GKR, indí-folkstjarnan Axel Flóvent, hin dáleiðandi JFDR, hin…

Lúðrasveit verkalýðsins býður til stórtónleika í Hörpu

Lúðrasveit verkalýðsins fagnar um þessar mundir sjötíu ára afmæli sínu og hefur af því tilefni blásið til stórtónleika í tónlistarhúsinu Hörpu sunnudaginn 26. mars nk. kl. 14, í Silfurbergi. Sveitin leikur þá undir stjórn Karenar Sturlaugsdóttur og hefur jafnframt verið stofnuð Stórsveit verkalýðsins sérstaklega fyrir þessa tónleika, þá kemur fram með sveitinni góðvinur hennar, Jón…

Myrkvi með Draumabyrjun – nýtt lag

Hljómsveitin Myrkvi hefur nú á nýju ári, nánar tiltekið á þrettándanum sent frá sér smáskífu sem ber nafn við hæfi svona í upphafi árs – Draumabyrjun en lagið er nú aðgengilegt á Spotify auk þess sem hægt er að líta myndband við það á Youtube. Myrkvi var áður einstaklingsverkefni Magnúsar Thorlacius en hann hefur nú…

Iceland Airwaves 2022 – laugardagskvöld

Iceland Airwaves heldur áfram, í dag hefur fjöldi off venue viðburða verið á boðstólum en með kvöldinu hefst aftur skipulögð dagskrá hátíðarinnar og hér má sjá allt sem verður í boði. Þá eru hér að neðan einnig kynntar fáeinar hljómsveitir. Vök – Vök er að gera garðinn heldur betur frægan og sveitin er í kvöld…

Iceland Airwaves 2022 – Veislan heldur áfram

Annar dagur Iceland Airwaves er runninn upp og sem fyrr er heilmikið bitastætt í boði. Hér eru örfáar ábendingar fyrir kvöldið. BSÍ – Dúettinn BSÍ (Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender) spratt fram á sjónarsviðið fyrir um fjórum árum með sjö tommu ep-plötu sem vakti nokkra athygli, sem þau fylgdu svo eftir með fimm laga skífunni…

Iceland Airwaves 2022 – Veislan er hafin

Iceland Airwaves 2020 er farin af stað og miðborg Reykjavíkur iðar af fólki sem komið er til að njóta tónlistarinnar. Í morgun bárust þær fréttir að uppselt væri á hátíðina en heilmikið er þó um að vera off venue fyrir þá sem ekki náðu sér í miða. Af ýmsu er að taka í kvöld, fimmtudagskvöld…

Iceland Airwaves 2022

Nú styttist í stærstu tónlistarhátíð ársins en Iceland Airwaves hefst formlega á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Yfir hundrað viðburðir verða í boði fyrir miðahafa að þessu sinni og fjölmargir Off venue tónleikar úti um allan bæ þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Listasafn Reykjavíkur (Hafnarborg), Iðnó, Fríkirkjan, Gaukurinn, Húrra og…

Greifarnir – Útihátíð á SPOT 2022

Nú styttist í skemmtilegustu helgi ársins. Eftir tvö erfið ár er kominn tími til að reima á sig djamm-skóna og syngja og dansa frá sér allt vit á Spot um Verslunarmannahelgina en Greifarnir verða þá með dansleiki laugardags- og sunnudagskvöld ásamt Sigga Hlö og Dj Fox. Á sunnudagskvöldinu verður Brekkusöngur Greifanna jafnframt á sínum stað…

Ben Waters í Húsi Máls & menningar

Boogie-Woogie/blús píanósnillingurinn og söngvarinn Ben Waters blæs til tónleika í Húsi Máls og menningar (Laugavegi 18) föstudaginn 22. apríl klukkan 20:00. Ben Waters hefur spilað ötullega síðustu áratugi, um 250 tónleika á ári um allan heim og er um þessar mundir í hljómsveit Ronnie Wood (and his Wild Five). Hann hefur gefið út plötur og…

Blúshátíð í Reykjavík 2022 – Blúsdagur í miðborginni

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana eftir tveggja ára hlé en hún hefst með Blúsdegi í miðborginni á laugardaginn. Þá leggur Blúshátíð Skólavörðustíginn undir sig, skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14.00, Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags…

Blúshátíð í Reykjavík 2022

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana en hún hefur ekki farið fram síðan 2019 af óviðráðanlegum orsökum. Hátíðin verður með breyttu sniði í ár en einungis verða einir tónleikar í boði – miðvikudagskvöldið 13. apríl nk. (kvöldið fyrir skírdag) kl. 20, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram á Hilton…

Sjö hljóta Kraumsverðlaunin 2021

Sjö listamenn og hljómsveitir hljóta í dag Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent en meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt…

Guðmundur Pétursson á Ölveri – Sérstakur gestur: Davíð Þór Jónsson

Laugardalskvöldið 20. nóvember nk. heldur Guðmundur Pétursson gítarleikari blústónleika í Ölveri Glæsibæ en það er í annað sinn í haust, hann fær nú til liðs við sig Davíð Þór Jónsson píanó- og orgelmeistara.  Auk þess spila með þeim Mósesmaðurinn Andri Ólafsson á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. Tónleikar Guðmundar og Þorleifs Gauks í…

Ben Waters í Húsi Máls og menningar

Föstudagskvöldið 29. október kemur boogie-woogie píanósnillingurinn Ben Waters fram í Húsi Máls og menningar ásamt hljómsveit og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00. Píanóleikarinn og söngvarinn Ben Waters spilar kraftmikið boogie-woogie, blús og rokk og ról í anda gömlu meistaranna en hann hefur spilað ötullega síðustu áratugi (í kringum 250 tónleika á ári) og er um þessar…

Lame dudes í Húsi Máls og menningar

Blásið verður til tónleika í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í kvöld, mánudagskvöldið 18. október en þá munu Lame dudes stíga á svið og leika eigið efni, nýtt og gamalt í bland við valin kóverlög. Lame dudes skipa þeir Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Jakob Viðar Guðmundsson gítarleikari, Kolbeinn Reginsson bassaleikari, Gauti…

Blúskonsert við Laugardalinn 16. október

Laugardagskvöldið 16. október nk. verðu blásið til blúskonserts á Ölveri en þar munu þeir félagar Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þorleifur Gaukur Davíðsson munnhörpuleikari kafa ofan í rætur sínar í blúsnum. Með þeim á sviðinu verða  Andri Ólafsson bassaleikari og Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari. Tónleikarnir í Ölveri hefjast klukkan 21:00 og miða á þá er hægt…

Bláa höndin í Húsi máls og menningar

Föstudags-tónleikaröðin í Húsi máls og menningar heldur áfram og nú er röðin komin að glænýju blúsbandi, BLÁU HÖNDINNI! Valinn maður í hverju rúmi, Jonni Ólafs (aka Kletturinn), Jakob Frímann, Einar Scheving og Gummi Pé. Hin nýstofnaða blúshljómsveit flytur hreinræktaðan blús og munu Kletturinn, Segullinn, Pýarinn og Skelfingin bjóða gestum og gangandi í óvissuferð um lendur…