Hjónabandið [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt á Höfn í Hornafirði í kringum 1980 – a.m.k. árið 1981 undir nafninu Hjónabandið en það ár lék hún bæði á heimaslóðum á Höfn og á Norðfirði. Haukur Þorvaldsson var einn meðlima Hjónabandsins en ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann lék, líklegt er út frá nafni sveitarinnar að hún hafi verið…

Haukur Þorvaldsson (1943-)

Haukur Þorvaldsson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni í gegnum tíðina og auk þess leikið með fjölda sveita á austanverðu landinu sem hljómborðs- og harmonikkuleikari. Haukur Helgi Þorvaldsson er fæddur (1943) og uppalinn á Eskifirði, þar starfrækti hann Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar m.a. ásamt bróður sínum Ellert Borgari, sem starfaði líklega í nokkur ár á sjötta…

Svartar sálir (? / 2010-12)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Svartar sálir sem starfaði á Höfn í Hornafirði, annars vegar sem unglingahljómsveit á áttunda áratugnum (á að giska) og hins vegar í kringum 2010. Engar heimildir er að finna um Svartar sálir frá fyrra starfsskeiði hennar utan þess að meðlimir hennar eru sagðir vera Gulli [?] gítarleikari, Milli [?] gítarleikari, Fúsi…

Sunnan sjö og Guðlaug (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði einhverju sinni á Höfn í Hornafirði – ekki liggur fyrir hvenær, undir heitinu Sunnan sjö og Guðlaug. Guðlaug sem vísað er til gæti hafa verið Guðlaug Hestnes, og eru allar líkur á að hún hafi verið söngkona sveitarinnar en óskað er eftir öllum frekari upplýsingum um þessa hana.

Sammi brunavörður (1993-96)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sammi brunavörður starfaði í Heppuskóla á Höfn í Hornafirði undir lok síðustu aldar og var sveitin því skipuð meðlimum á unglingsaldri. Að öllum líkindum starfaði sveitin á árunum 1993 til 96 en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um hana, Jóhann Ingi Sigurðsson sem síðar var gítarleikari í Changer og Þórður…

Gustuk (1974)

Hljómsveitin Gustuk starfaði á Höfn í Hornafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum bara í eitt sumar (1974). Gustuk var sveitaballaband sem spilaði mestmegnis eða eingöngu á austanverðu landinu en meðlimir hennar voru jafnframt flestir viðloðandi hljómsveitina Þokkabót um svipað leyti, það voru þeir Ingólfur Steinsson, Magnús R. Einarsson og Halldór Gunnarsson…

Gleðigjafar [2] (1996-)

Kór eldri borgara hefur starfað á Höfn í Hornafirði frá árinu 1996 að minnsta kosti undir nafninu Gleðigjafar. Litlar upplýsingar finnast um þennan kór en Guðlaug Hestnes hefur verið stjórnandi hans nánast frá stofnun af því er virðist. Kórinn hefur haft nokkra fasta tónleikapunkta í starfsemi sinni og hefur sent frá sér eitt lag á…

Mosaeyðir (1998-99)

Punksveitin Mosaeyðir frá Höfn í Hornafirði starfaði rétt fyrir aldamótin og keppti vorið 1998 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Mosaeyðis voru þá Jón Eiríksson söngvari, Gunnar Bjarni Hákonarson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson bassaleikari og Birgir Már Vignisson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hlaut þeim mun meiri athygli fyrir framlag sitt, Ég elska Satan.…

Burkni bláálfur (1993)

Hljómsveitin Burkni bláálfur frá Höfn í Hornafirði tók þátt í Músíktilraunum vorið 1993 án þess þó að komast í úrslit keppninnar. Meðlimir Burkna bláálfs voru Sigfús Már Þorsteinsson bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari og Eymundur Ragnarsson trommuleikari. Sveitin lék þungt rokk og var án söngvara. Einhverjir fleiri munu hafa komið við sögu sveitarinnar en upplýsingar um…

Blúsvíkingarnir (2009-10)

Blúsvíkingarnir störfuðu árið 2009 og 10 á Höfn í Hornafirði og var hugsanlega sett sérstaklega saman fyrir blúshátíð sem haldin var á Höfn. Meðlimir sveitarinnar voru Sæmundur Harðarson gítarleikari, Óskar Guðnason gítarleikari, Baggi Meysa [?] [trommuleikari?], Björn Gylfason bassaleikari og Björn Viðarsson [saxófónleikari?]. Hulda Rós Sigurðardóttir söng með sveitinni á hátíðinni 2009.

Ítrekun (1991-92)

Hljómsveitin Ítrekun starfaði á Höfn í Hornafirði um skeið upp úr 1990. Sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni Mamma skilur allt 1991 og starfaði a.m.k. í eitt ár, sveitin lék m.a. um verslunarmannahelgina 1991 í Atlavík. Meðlimir Ítrekunar voru Ólafur Karl Karlsson trommuleikari, Björn Gylfason bassaleikari, Jónas Ingi Ólafsson gítarleikari, Heiðar Sigurðsson hljómborðsleikari, Björn Viðarsson…

Pan kvintett (1968)

Pan kvintett starfaði á Höfn í Hornafirði á sjöunda áratugnum, að öllum líkindum í nokkur ár. Lítið liggur fyrir um þessa sveit en hún mun hafa notið vinsælda á Höfn og nágrenni, Haukur Þorvaldsson lék með henni a.m.k. 1968 og Óskar Guðnason var einnig á einhverjum tímapunkti í Pan kvintett en um aðra meðlimi er…

Karlakór Hornafjarðar [1] (1937-67)

Karlakór Hornafjarðar starfaði á þriggja áratuga tímabili um miðja síðustu öld, mest fyrir tilstuðlan eins manns. Karlakór Hornafjarðar var stofnaður 1937 af Bjarna Bjarnasyni (1897-1982) frá Brekkubæ í Nesjum en hann var stjórnandi kórsins allt frá upphafi til enda, eða í þrjátíu ár. Auk þess að vera mikilvægur hluti af menningarlífi Austur-Skaftfellinga gaf kórinn út…

Ringulreið [1] (1973-77)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Ringulreið sem starfaði á Höfn í Hornafirði á áttunda áratug liðinnar aldar. Ártalið 1973-77 er einungis ágiskun út frá þeim heimildum sem tiltækar eru. Haukur Þorvaldsson (Ómar o.fl.) var hugsanlega viðloðandi Ringulreið en annars eru allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar vel þegnar sem og tilurð hennar almennt.

Örvar Kristjánsson (1937-2014)

Örvar Kristjánsson er einn allra þekktasti harmonikkuleikari íslenskrar tónlistarsögu, og klárlega sá afkastamesti þegar kemur að plötuútgáfu en eftir hann liggja fjölmargar harmonikkuplötur. Örvar fæddist 1937 í Reykjavík en bjó öll bernskuárin í Hornafirði hjá fósturforeldrum, hann fékk snemma áhuga á tónlist og var farinn að prófa sig áfram með harmonikku bróður síns sjö og átta ára…

Bensidrín (1999-2002)

Bensidrín var hornfirsk pönksveit starfandi 1999 en þá keppti hún í Músíktilraunum, komst áfram í úrslit en hafði þar ekki erindi sem erfiði. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar Freyr Björnsson söngvari, Friðrik Jónsson gítarleikari, Hafsteinn Halldórsson söngvari, Jón Karl Jónsson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson trommuleikari og Rögnvaldur Ómar Reynisson bassaleikari. Sveitin var skammlíf en kom…

Dyslexia (1992)

Dyslexia var dauðarokkssveit starfandi í Eiðaskóla en gæti hafa verið frá Höfn í Hornafirði. Sigurður Pálmason bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Arnar Karl Ólafsson söngvari og Sigurður Rúnar Ingþórsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún keppti í Músíktilraunum 1992 en sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sögu…

Forhúð (1970)

Hljómsveitin Forhúð starfaði á Höfn í Hornafirði í kringum 1970 og hafði að geyma Magnús Einarsson, síðar útvarpsmann. Nafn sveitarinnar ku hafa valdið nokkrum deilum í Póstinum í Vikunni, en ekki hafa fundist upplýsingar um aðra meðlimi þessarar mætu sveitar. Sagan segir að um svipað leyti hafi hljómsveit á Húsavík borið sama nafn, allar upplýsingar…

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar [2] (1980-)

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar hefur starfað um árabil og er sjálfsagt ein lífseigasta virka hljómsveit landsins. Sveitin á rætur sínar að rekja til Hafnar í Hornafirði og líklega allt aftur til 1980 eða fyrr. Sagan segir reyndar að Haukur hafi starfrækt aðra sveit undir eigin nafni á æskustöðvum sínum á Eskifirði ásamt Ellert Borgari Þorvaldssyni og…

Mamma skilur allt (1991)

Hljómsveitin Mamma skilur allt var frá Höfn í Hornafirði. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið sem kom út árið 1991 en þá var hún skipuð þeim Aðalheiði Haraldsdóttur söngkonu, Bjarti Loga Finnssyni söngvara, Friðriki Þór Ingvaldssyni gítarleikara, Heiðari Sigurðssyni hljómborðsleikara, Birni Viðarssyni söngvara og saxófónleikara, Birni Guðjóni Sigurðssyni bassaleikara og Ólafi Karli Karlssyni trommuleikara. Ekki…