Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Afmælisbörn 6. febrúar 2025

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og sjö ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Hljómsveit Grettis Björnssonar (1949-2005)

Harmonikkuleikarinn Grettir Björnsson starfrækti nokkrar hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum en upplýsingar um þær eru almennt mjög takmarkaðar. Fyrsta sveitin sem Grettir rak var tríó sem starfaði á árunum 1949 og 50, sú sveit lék m.a. á Keflavíkurflugvelli en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næsta…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Kristjáns Magnússonar (1960-62)

Kristján Magnússon píanóleikari starfrækti hljómsveit um tveggja ára skeið í byrjun sjöunda áratugarins, sem lék að því er virðist mestmegnis í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og Klúbbnum en sveitin varð fyrsta hljómsveitin sem lék í síðarnefnda húsinu. Hljómsveitin tók til starfa um sumarið 1960 og starfaði eitthvað fram á 1962 en því miður eru upplýsingar um…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [1] (1947-49 / 1961 / 1964)

Jón Sigurðsson trompetleikari eins og hann var yfirleitt nefndur (til aðgreiningar frá Jóni Sigurðssyni í bankanum og Jóni Sigurðssyni bassaleikara) var frá Akureyri og þar starfaði hann með og starfrækti hljómsveitir á yngri árum. Hann var tvítugur þegar hann stofnaði hljómsveit í eigin nafni sem lék mestmegnis á Hótel Norðurlandi en einnig á skemmtunum og…

Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar (1957-73)

Jón Páll Bjarnason gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum allan sinn starfsferil og af ýmsu tagi, djasstengdum sveitum hans hefur verið gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Páls Bjarnasonar en hér eru hins vegar til umfjöllunar aðrar hljómsveitir hans. Fyrsta Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar starfaði í Breiðfirðingabúð í upphafi árs 1957 og var…

Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving (1992)

Djasssveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Jóns Páls og Árna Scheving starfaði um skamma hríð vorið 1992 en um það leyti lék hún á uppákomu á Hressó í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á er hér um að ræða gítarleikarann Jón Pál Bjarnason (sem þá bjó reyndar…

Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar (1957-58)

Gunnar Reynir Sveinsson starfrækti hljómsveitir á sjötta áratug síðustu aldar, annars var um að ræða Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar sem fjallað er sérstaklega um í annarri grein, hins vegar Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar sem hér um ræðir. Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar var líkast til sett sérstaklega saman fyrir upptökur með Skapta Ólafssyni söngvara á tveimur…

Afmælisbörn 6. febrúar 2024

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og sex ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Hljómsveit Árna Scheving (1956-64)

Árni Scheving var með eigin hljómsveit í Klúbbnum um eins og hálfs árs skeið á árunum 1963 og 64 en í nokkur ár á undan hafði hann verið með misstórar hljómsveitir sem litlar upplýsingar er að finna um, sumar hugsanlega settar saman fyrir stakar djassuppákomur. Þannig var Árni með eitthvað sem kallaðist Tríó Árna Scheving…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Heklukvartettinn (1959)

Heklukvartettinn var lítil hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir svokallað heimsmót æskunnar sem haldið var í Vínarborg í Austurríki sumarið 1959 en Íslendingar tóku þátt í slíkum mótum í nokkur skipti um miðja síðustu öld, um áttatíu Íslendingar voru þar fulltrúar þjóðarinnar. Heklukvartettinn var skipaður þeim Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara, Ólafi Stephensen harmonikku- og…

Sveiflubræður [1] (1968)

Hljómsveitin Sveiflubræður var líklega aldrei til sem starfandi sveit og aukinheldur er líklegt að hún hafi fengið nafn sitt fjörutíu árum eftir að hún lék á upptöku í Súlnasal Hótel Sögu. Í raun var hér um að ræða hljómsveit Ragnars Bjarnasonar sem starfaði á Hótel Sögu og var húshljómsveit þar til margra ára. Þeir félagar…

Afmælisbörn 6. febrúar 2023

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og fimm ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 6. febrúar 2022

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og fjögurra ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 6. febrúar 2021

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og þriggja ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 6. febrúar 2020

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og tveggja ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 6. febrúar 2019

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og eins árs gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Tríó Reynis Sigurðssonar (1960-2014)

Reynir Sigurðsson víbrafónleikari starfrækti fjöldann allan af tríóum allt frá 1960 og fram á annan áratug næstu aldar. Fyrsta tríó Reynis var húshljómsveit í Silfurtunglinu árið 1960, ásamt honum skipuðu Gunnar Guðjónsson gítarleikari og Jón Möller píanóleikari það. Veturinn 1966-67 var Reynir með tríó í Leikhúskjallaranum en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu…

Tríó Óla Stolz (1992-)

Kontrabassaleikarinn Ólafur Stolzenwald hefur í gegnum tíðina starfrækt djasstríó í ýmsum myndum, elstu heimildir um slíkt tríó eru frá árinu 1992. Ýmsir hljóðfæraleikarar hafa leikið með Ólafi í þessum tríóum og hefur algengasta form þeirra verið bassi, tromma og píanó en einnig aðrar útfærslur s.s. bassi, píanó og trompet eða jafnvel bassi, gítar og trompet.…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar (1956)

Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari og tónskáld mun hafa hætt í KK sextettnum árið 1956 til að stofna tríó í eigin nafni sem gekk ýmist undir nafninu Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar eða Tríó Gunna Sveins. Tríóið varð líklega ekki langlíft en náði þó að leika fjögur lög inn á tvær plötur með Hauki Morthens, þekktast þeirra…

Afmælisbörn 6. febrúar 2018

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextug í dag og á stórafmæli dagsins en hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar…

Afmælisbörn 6. febrúar 2017

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er fimmtíu og níu ára en hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg er fjörutíu…

Neo (1956-65)

Hljómsveitin Neo (einnig stundum ritað Neó) starfaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, bæði hér heima og  erlendis Sveitin var ýmist tríó, kvartett eða jafnvel kvintett en hér verður hún einungis nefnd Neo til einföldunar. Neo var líklega stofnuð 1956 (reyndar segir ein heimild sveitina hafa verið stofnaða 1945 en það er harla ósennilegt),…

Jón Páll Bjarnason (1938-2015)

Djassgítaristinn Jón Páll Bjarnason telst með virtustu gítarleikurum íslenskrar djasssögu, hann kom víða við í tónlistarsköpun sinni og leitaði alla tíð eftir að bæta við sig þekkingu. Jón Páll fæddist austur á Seyðisfirði 1938 en flutti ungur til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hann fékk snemma áhuga á tónlist og þá sérstaklega djasstónlist, hann lærði á…

Afmælisbörn 6. febrúar 2016

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er fimmtíu og átta ára en hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg er fjörutíu…

Rómeó kvartettinn (1958-59)

Litlar sögur fara af Rómeó kvartettnum en hann ku hafa verið starfræktur allavega 1958 og 59. Meðlimir kvartettsins voru Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Hrafn Pálsson bassaleikari, Reynir Jónasson saxófónleikari og Jón Páll Bjarnason gítarleikari. Nánari upplýsingar um Rómeó kvartettinn eru að sjálfsögðu vel þegnar.

Afmælisbörn 6. febrúar 2015

Af nógu er að taka í afmælisbarnaflóru dagsins og hér kemur skammturinn: Jón Páll Bjarnason gítarleikari er 77 ára, hann fæddist á Seyðisfirði en fluttist síðar til höfuðborgarsvæðisins, lærði á ýmis hljóðfæri en gítarinn varð að lokum hans aðal hljóðfæri. Hann lék með ýmsum hljómsveitum s.s. KK sextett, Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar, Hljómsveit Björns R. Einarssonar…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…

Jazzmiðlar (1972-73)

Jazzmiðlar var djasshljómsveit starfandi um miðjan áttunda áratuginn, líklegast veturinn 1972-73 en þá var Jón Páll Bjarnason gítarleikari staddur hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari, Árni Scheving bassaleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Jón Páll. Sveitin gaf aldrei út plötu en upptaka með sveitinni kom út á plötunni Jazz í 30 ár…

Útlendingahersveitin [2] (1992 -)

Djasssveitin Útlendingahersveitin var stofnuð 1992 og kom fyrst fram opinberlega á RúRek djasshátíðinni það sama ár. Nafn sitt hlaut sveitin af því að flestir meðlimir hennar bjuggu erlendis, en þeir voru Árni Scheving víbrafónleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Árni Egilsson kontrabassaleikari og Pétur Östlund trommuleikari. Átta ár liðu áður en Útlendingahersveitin kom…

Útlendingahersveitin [2] – Efni á plötum

Útlendingahersveitin [2] – Útlendingahersveitin / The foreign legion Útgefandi: Japis Útgáfunúmer: JAP 0078-2 Ár: 2000 1. Nína 2. Ice 3. Geysir 4. The rivers 5. Des flauves impassibles 6. Casa del alcalde 7. Litfríð og ljóshærð 8. Suðurnesjamenn 9. Morning 10. Say what Flytjendur Jón Páll Bjarnason – gítar Þórarinn Ólafsson – píanó Pétur Östlund –…