Afmælisbörn 19. júlí 2025

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) fagnar áttatíu og eins árs afmæli sínu á þessum degi. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær breiðskífur í eigin nafni. Mjöll…

Hljómsveit Þorleifs Finnssonar (1991-2016)

Harmonikkuleikarinn Þorleifur Finnsson starfrækti hljómsveitir í eigin nafni allt frá árinu 1991 og til 2016, sveitirnar voru yfirleitt starfandi í tengslum við félagsstarf Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Svo virðist sem fyrsta sveit Þorleifs hafi starfað árið 1991 en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þá sveit með honum. Þremur árum síðar lék hljómsveit Þorleifs í skemmtidagskrá…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Afmælisbörn 19. júlí 2024

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem fagnar stórafmæli í dag en hún er áttræð. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær breiðskífur í eigin nafni.…

Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Afmælisbörn 19. júlí 2023

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og níu ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Afmælisbörn 19. júlí 2022

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og átta ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Stefdís (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1973 undir nafninu Stefdís og var þá húshljómsveit í Þórscafé, annars vegar um vorið og svo aftur um haustið eftir sumarhlé. Fyrir liggur að Mjöll Hólm var söngkona Stefdísar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar s.s. nöfn og hljóðfæraskipan.

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Afmælisbörn 19. júlí 2021

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og sjö ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Sextett Berta Möller (1960-62)

Sextett Berta Möller var í raun sama sveit og Falcon sem þá hafði starfað í um þrjú ár í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar en ástæðan fyrir nafnabreytingunni var sú að einhver blaðaskrif höfðu þá orðið um að íslenskar hljómsveitir bæru erlend nöfn í stað íslenskra og vildi greinarhöfundur breytingar þar á. Sextett Berta Möller…

Afmælisbörn 19. júlí 2020

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og sex ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Mjöll Hólm (1944-)

Mjöll Hólm er líklega sú söngkona hérlendis sem hefur átt hvað lengstan söngferil en hún hefur sungið opinberlega frá árinu 1959 til dagsins í dag, svo gott sem samfleytt. Mjöll hefur sent frá sér tvær stórar plötur og tvær litlar en frægast laga hennar er án nokkurs vafa stórsmellurinn Jón er kominn heim sem hefur…

B.J. kvintettinn (1970-80)

B.J. kvintettinn starfaði um og upp úr 1970 og var um tíma húshljómsveit í Þórscafé, hún mun hafa verið einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Sóló og lék töluvert einnig á Keflavíkurflugvelli en þar var skilyrði (einkum í Rockville) að söngkonur væru í sveitinni og því sungu söngkonur eins og Mjöll Hólm, Helga Sigþórsdóttir og sjálfsagt fleiri…

Hljómsveit Magnúsar Péturssonar (1953-73)

Píanóleikarinn Magnús Pétursson frá Akureyri starfrækti nokkrar hljómsveitir um ævi sína en sumar þeirra virðast hafa verið settar saman einvörðungu fyrir plötuupptökur, aðrar léku á skemmtistöðum höfuðborgararinnar. Fyrsta sveitin sem starfaði í nafni Magnúsar var í Keflavík árið 1953 en því miður eru heimildir um þessa sveit af skornum skammti. Sveitin lék mestmegnis í Bíókaffi…

Tríó Elfars Berg (1966-72)

Tónlistarmaðurinn Elfar Berg starfrækti í nokkur ár tríó í kringum 1970. Hljómsveitin var ýmist nefnd Tríó Elfars Berg eða Hljómsveit Elfars Berg og fór það eftir stærð hennar hverju sinni en yfirleitt var tríó skipanin við lýði. Sveitin var húshljómsveit í Klúbbnum en lék einnig eitthvað á öðrum skemmtistöðum borgarinnar. Meðlimir Tríós Elfars Berg voru…

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

Par-ís (1991-95)

Dúettinn Par-ís (París) var starfræktur á árunum 1991 til 95, og lék einkum á minni öldurhúsum og í einkasamkvæmum. Par-ís var stofnaður í Kópavogi árið 1991 og var skipaður þeim Mjöll Hólm söngkonu og Gunnari Tryggvasyni hljómborðsleikara en hann hafði m.a. starfað með Póló og Erlu á Akureyri. Þau Mjöll og Gunnar störfuðu saman til…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Opus [1] (1972-76 / 1982-83)

Hljómsveitin Opus var að nokkru leyti skyld annarri sveit, Opus 4 sem hafði starfað örfáum árum áður en hún hafði á að skipa sömu meðlimum að hluta, þeim Hirti Blöndal og Sævari Árnasyni. Opus var stofnuð 1972 og var nokkuð áberandi í fjölmiðlum þá um haustið þar sem hún lék á böllum sem tengdust Fegurðarsamkeppni…

Falcon [1] (1957-60)

Hljómsveitin Falcon var starfrækt í Reykjavík um þriggja ára skeið í kringum 1960. Sveitin lék einkum á ballstöðum höfuðborgarinnar og fór lítið út á landsbyggðina. Eins og yfirleitt var í auglýsingum þess tíma var bætt aftan við nafn sveitarinnar kvintett eða sextett eftir stærð hennar í hvert sinn, þannig gekk hún ýmist undir nafninu Falcon…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

The Swingers (um 1950-60)

The Swingers mun hafa verið hljómsveit sem Sigurður Johnny Þórðarson söngvari hélt úti og lék að mestu leyti í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Engar upplýsingar er að finna um sveitina aðrar en að fjölmargar söngkonur komu við sögu hennar, þar má nefna Fjólu Ólafsdóttur, Díönu Magnúsdóttur, Astrid Jensen, Mjöll Hólm og Maríu Baldursdóttur.

Venus [2] (1975-77)

Hljómsveitin Venus var að öllum líkindum stofnuð 1975 og innihélt söngkonuna Mjöll Hólm. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Torfi Ólafsson söngvari og bassaleikari (sjá Kvöldvísa o.fl.), Sævar Árnason gítarleikari, Skúli Magnússon trommuleikari og Júlíus Sigmundsson hljómborðsleikari. Venus starfaði eitthvað fram yfir áramót 1976-77.