Afmælisbörn 10. maí 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum fagnar níutíu og eins árs afmæli í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er…

Hljómsveit Björgvins Halldórssonar (1982-83 / 1992-)

Björgvin Halldórsson hefur starfrækt fjölmargar þekktar hljómsveitir í gegnum tíðina en fæstar þeirra hafa verið í hans eigin nafni, í raun mætti segja að um nokkrar sveitir sé að ræða en hér eru þær settar fram sem tvær – annars vegar Hljómsveit Björgvins Halldórssonar sem stofnuð var utan um fræga tónleikaferð til Sovétríkjanna haustið 1982…

Afmælisbörn 10. maí 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum fagnar stórafmæli en hann er níræður í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er…

Svartigaldur (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Svartigaldur var meðal flytjenda á safnplötunni Lagasafnið 6 sem kom út árið 1997 en sveitin átti þar eitt lag – 17 milljón möguleikar. Óvíst er hvort þessi hljómsveit var í raun starfandi eða einvörðungu sett saman fyrir upptökur á laginu sem var eftir Magnús Sigurðsson en hann átti einnig textann. Sjálfur…

Svartur ís (1998)

Hljómsveitin Svartur ís starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1998 og skartaði þekktum tónlistarmönnum, sveitin lék fönkskotna tónlist á skemmtistöðum borgarinnar og sendi frá sér eitt lag á safnplötu sem fór reyndar ekki hátt. Svartur ís kom fram á sjónarsviðið í mars 1998 en gæti hafa verið starfandi frá því árið á undan, sveitin lék…

Afmælisbörn 10. maí 2022

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og níu ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Íslenskur aðall (1990-91)

Íslenskur aðall var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði í nokkrar vikur veturinn 1990-91 og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð um haustið 1990 og voru meðlimir hennar þeir Magnús Stefánsson trommuleikari, Jóhannes Eiðsson söngvari, Bergur Heiðar Hinriksson bassaleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Strax eftir áramótin hafði hljómborðsleikarinn Þórir Úlfarsson bæst í hópinn en sveitin…

Afmælisbörn 10. maí 2021

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og átta ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Foreign country (1993)

Foreign country var ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sett saman fyrir útgáfu lags á safnplötunin Lagasafnið 1: Frumafl vorið 1993. Það voru þau Axel Einarsson, Þórir Úlfarsson, Pat Tennis, Dan Cassidy og Ruth Reginalds sem skipuðu Foreign country en ekki varð framhald á þessu samstarfi.

Fjaðrafok (1996)

Fjaðrafok var að öllum líkindum ekki starfandi hljómsveit en flytjandi með því nafni átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem kom út 1996. Meðlimir Fjaðrafoks voru þeir Sigurgeir Sigmarsson gítarleikari, Ragna Berg Gunnarsdóttir söngkona, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkona og  Þórir Úlfarsson sem annaðist annan hljóðfæraleik og forritun. Líklegt hlýtur að teljast að Sigurgeir Sigmarsson sé…

Cadillac (2002-03)

Hljómsveitin Cadillac var húshljómsveit á Kringlukránni veturinn 2002 til 2003 og lék þar nær eingöngu. Meðlimir sveitarinnar voru gamalkunnir popparar, Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Úlfarsson en einnig söng Ruth Reginalds með þeim um skamman tíma vorið 2003 rétt áður en sveitin var lögð niður.

Afmælisbörn 10. maí 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og sjö ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Mjölnir (1993-97)

Litlar og haldbærar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Mjölni (sem er að öllum líkindum sama sveit og bar nafnið Þór og Mjölnir) en sveitin átti tvö lög á safnplötunum Lagasafnið 4 (1993) og Lagasafnið 6 (1997). Á fyrrnefndu safnplötunni skipa sveitina þeir Hermann Ingi Hermannsson söngvari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þórir…

Afmælisbörn 10. maí 2019

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og sex ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Búningarnir (1988)

Hljómsveitin Búningarnir var í raun stofnuð til að fylgja plötu Bjarna Arasonar söngvara eftir hann hafði vakið mikla athygli sumarið á undan með því að vinna Látúnsbarkakeppnina svokölluðu. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var iðulega kynnt sem Bjarni Ara og Búningarnir. Aðrir meðlimir Búninganna voru Einar Bergur [?], Rúnar Guðjónsson [bassaleikari?],…

Borgarbræður [1] (1993)

Árið 1993 kom út safnplatan Lagasafnið 4 og á meðal flytjenda þar var hljómsveit sem kallaðist Borgarbræður. Ekkert bendir til að sveitin hafi verið starfandi og að lag þeirra hafi einungis verið tímabundið hljóðversverkefni, meðlimir hennar voru þeir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Sigurður Pálsson söngvari, Pétur Kristjánsson söngvari (væntanlega Pétur Wigelund) og Þórir Úlfarsson sem annaðist…

Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Örkin hans Nóa (1993-95)

Sveitaballabandið Örkin hans Nóa var áberandi í Hvaðeraðgerast-dálkum dagblaðanna á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar en sveitin spilaði mikið á því tímabili. Örkin var stofnuð í ársbyrjun 1993 og varð fljótlega tíður gestur á dansstöðum bæjarins og á pöbbum landsbyggðarinnar. Sveitin keyrði á ballöðu sem var á safnplötunni Landvættarokk sem kom út um sumarið og…

Bláeygt sakleysi (1993)

Bláeygt sakeysi er hljómsveit sem átti lag á safnplötunni Lagasafnið 3 sem út kom 1993, þá var sveitin skipuð þeim Baldvini Hrafnssyni gítarleikara, Sigurði Gíslasyni gítarleikara, Rúnari Guðjónssyni bassaleikara, Bjarka Rafni Guðmundssyni trommuleikara og Rúnari Ívarssyni söngvara en einnig spilaði Þórir Úlfarsson á hljómborð, hugsanlega hefur hann þó ekki verið í sveitinni. Sama ár átti…

Ruth Reginalds – Efni á plötum

Róbert í Leikfangalandi – ýmsir Útgefandi: Demant / Skífan Útgáfunúmer: D1 001 / SCD 113 Útgáfuár: 1975 / 1993 1. Dýrakynning 2. Róbert, Róbert bangsi 3. Eigið hitakerfi 4. Heima 5. Bíllinn minn 6. Ef ég væri í skárra skapi 7. Sjá, sjá 8. Leikfangaland 9. Annar tími á öðrum stað 10. Áfram, áfram 11.…

Sexmenn [2] (1989-94)

Sexmenn var hljómsveit úr Reykjavík, starfandi á árunum 1989-94. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið, sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum (1991) en þar var hún skipuð þeim Þóri Úlfarssyni hljómborðsleikara, Einari Guðmundssyni gítarleikara og Halldóri V. Hafsteinssyni söngvara. Sveitin átti annað lag á safnplötunni Lagasafnið 2 (1992). Sexmenn virðast hafa starfað með hléum…